Leita í fréttum mbl.is

Grasekkja!?

Það er grasekkjustand á mér um helgina.

En hvað merkir þetta orð eiginlega? Að vera grasekkja er að vera karlmannslaus í kotinu en eiga þó sprelllifandi eiginmann sem væntanlega skilar sér heim um síðir. En hvaðan er þetta orð komið og hvernig varð það til, veit það einhver? Í fljótu bragði dettur manni í hug kona manns sem er á grasafjalli, haldiði að það geti verið?

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Vinkona mín sem er grasekkja nokkrum sinnum á ári spurði mig einu sinni að þessu. Ég sendi henni eftirfarandi svar:

Orðið "grasekkja"
Íslensk orðabók Menningarsjóðs:
grasekkja = gift kona sem maðurinn er í burtu frá um stundarsakir.
 
Íslensk samheitaorðabók:
grasekkja = sæta;
sæta 1 = sætleiki; grasekkja; = kona
 
Orð í tíma töluð:
grasekkja = Eiginkona manns sem er fjarverandi um stundarsakir.
Svipuð orð eru notuð í skyldum málum: d. græsenke; e. grass widow; n. gressenke; þ. Strohwitwe.
Enska orðið grass widow merkir bæði ekkja og fráskilin kona.
Talið er að upphaflega hafi orðið verið notað um konu sem fífluð hafði verið og skilin eftir ein "í grasinu".
Íslenska orðið hefur aðeins verið notað um eiginkonu manns sem er fjarverandi um stundarsakir.
Síðar var myndað orðið grasekkjumaður að fyrirmynd e. grass widower.
 
Vísindavefur Háskóla Íslands:
Orðin grasekkja, grasekkjumaður og grasekkill eru tekin að láni úr dönsku.
Þau eru ekki gömul í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 20. aldar.

Í orðabók Menningarsjóðs (1963, 1983), sem Árni Böðvarsson ritstýrði,
eru þau merkt með spurningarmerki sem var til merkis um að þau væru óæskileg í málinu.
Í útgáfu Eddu frá 2002 er spurningarmerkið horfið og orðin standa þar athugasemdalaust.

Dönsku orðin eru græsenke og græsenkemand og talin komin úr þýsku,
Graswitwe og Graswitwer, en algengari í þýsku eru myndirnar Strohwitwe og Strohwitwer.

Orðin þekkjast einnig í ensku grass widdow og grass widdower.
Skýringin á tilurð orðanna og merkingu þeirra er talin sú að upphaflega hafi verið átt við stúlku
sem gamnað hefði sér úti í náttúrunni (í grasi eða heyi) með pilti sem síðan hefði yfirgefið hana.
Merkingin færðist síðar yfir á þá eða þann sem er einn um hríð af því að makinn er fjarverandi.
 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.8.2008 kl. 01:28

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Takk fyrir þetta sekmmtilega svar Lára Hanna. Orðsifjafræði er spennandi, segir svo margt um viðhorf og tíðarandann. Skemmtilegast af öllu finnst mér svo þegar orðin lifa en fá allt aðra merkingu en þá upphaflegu sem vitnar um aðlögunarhæfni fólks þvert á aldir og búsetu.

Grasekkja var sem sagt fífluð og yfirgefin stúlka en er orðin kona sem er án manns um stund. Og mér datt ekkert í hug nema eiginkona grasatínslumanns! Gaman að því!

Soffía Valdimarsdóttir, 24.8.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það eina sem mér datt í hug var: kona ein sem situr og étur gras á meðan maðurinn er í burtu !!!!

Segir sig sjálft þar sem veiðimaðurinn er að heiman og ekkert kjöt til á bænum!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.8.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Án veiðimannsins og étur gras ha ha ha, frábær skýring!

Soffía Valdimarsdóttir, 24.8.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 56438

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband