8.7.2008 | 12:41
Móðurleg umhyggja á LItla-Hrauni
Alveg líst mér stórvel á Margréti Frímannsdóttur í sæti fangelsisstjóra á Litla-Hrauni. Ekki það að Margrét á víða erindi en hefur ekki alltaf haft sem erfiði. Þegar hún bauð sig fram til formennsku í Alþýðubandalaginu um árið fannst mér ekki hægt annað en að ganga í þau samtök svo ég gæti haft áhrifa á úrslit kosninganna. Allir vita hvernig það fór. Hún vann og var og er guðmóðir Samfylkingarinnar.
Sú hugmynd öll var hin ágætasta en úrvinnslan hefur að minnsta kosti ekki ennþá tekist betur en svo að mér líst ekkert á þann graut sem úr varð og ekki myndi ég vilja eiga pottinn þótt ég fengi greitt með honum. Enda fór svo að Margrét þreifst ekki of vel innan um flokkssystkini sín og þaðan af síður í karlaveldinu á Alþingi. það finnst mér nú heldur hrós en last verð ég að segja en hafði samt af því nokkrar áhyggjur lengi vel að þessi kostakona findi ekki kröftum sínum og hæfileikum farveg okkur hinum til heilla.
En núna er mín kona sko heldur betur komin á réttan stað. Hún hefur á örfáum mánuðum innleitt vannýttar en vel þekktar aðferðir í betrun fanga á Íslandi. Með móðurlegu innsæi og umhyggju lætur hún hyggjuvitið ráða og reynir að veita þeim það sem þá hefur sjálfsagt skort alla sína ævi; tilfinningu um gagnsemi og tilgang og að vera hluti af heild, að tilheyra og gera gagn.
Til verksins er kallað einvalalið. Margrét hússstjórnarskólastýra kennir þeim að þrífa, Úlfar villimaður sér um eldamennskuna og svo síðast en ekki síst veitir Auður Ottesen þeim tilsögn í ræktun matjurta.
Þetta líst mér á. Maður fær endurnýjaða trú á mannkyn þegar fólk eins og Margrét Frímannsdóttir lætur að sér kveða. Það er bara að hún fái vinnufrið fyrir einhverjum helvítis pungrottum með viðskiptafræðipróf í brjóstvasanum.
Ég ætla að gefa í söfnun fyrir gróðurhúsi á Litla-Hrauni (101-26-171717 minnir mig - annars í blöðunum í dag einhversstaðar)
En þú?
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.