19.6.2008 | 16:46
Well, around here we.........
Þegar maður fer til útlanda eða bara í ferðalag hér heima leitar maður alltaf í miðbæinn og vill helst án þess kannski að vita af hverju sjá og ekki síður finna eða skynja hvernig localinn lifir og virkar.
Alveg hreint verð ég nú að játa það þótt ég sé nánast grátklökk yfir þeim ágætu úrbótum sem gerðar hafa verið á ásýnd Breiðumerkur undanfarið (og takk fyrir það) að ekki get ég ímyndað mér hvar og þá hvaða mannlíf ferðamaðurinn á að berja augum hér í Hveragerði.
Það er enginn miðbær.
Það er ekkert eiginlegt kaffihús.
Það er enginn localpöbb.
Það er enginn menningarmiðstöð.
Það er engin túristainformation eftir kl. 16.30 held ég örugglega.
Afsakið munnsöfnuðinn á mér - en það er eiginlega ekkert MANNLÍF í Hveragerði!
Þetta er ekki illa meint.
Hvað gerum við eftir vinnu?
Við ríslum okkur í garðinum, sumir fara í sund, kannski einhverjir í göngutúr o.s.fr. Allt er þetta alveg súpergott eitt og sér eða hvað með öðru eins og hver vill. En þetta hefur sama og ekkert samfélagslegt gildi. Þetta eru allt meira og minna einstaklingsmiðaðar athafnir nema þá kannski sundferðirnar.
Hvert förum við Hvergerðingar til dæmis ef okkur langar í almennilegt kaffi á kvöldin?
Ekki förum víð í EDEN því það veit sá sem allt veit að þar er kaffið hvorki gott né umhverfið boðlegt svo ég sé nú bara kurteis aldrei þessu vant.
Ekki förum við á Kidda Rót því þar er risastór sjónvarpsskjár mann lifandi að drepa með einhverju sorpi meira og minna öll kvöld. Samt skásti kosturinn og það get ég svarið að hvergi nokkurs staðar á gjörvöllu Íslandi er að finna aðra eins dásemdar hamborgara og þá rómantísku hjá Kidda.
Ekki förum við á Pizza - tja - ég veit eiginlega ekki almennilega af hverju (endilega ef þú veist það þá segðu það)
Við getum farið í heimsókn - ja... en bara ef við erum svo heppin að vera ekki utanbæjarfólk eða nýflutt eða svo drulluóvinsæl að enginn vill þekkja okkur.
Hvað getum við gert í þessu?
Ég er mjög ánægð með samkeppnina um miðbæjarskipulag fyrir bæinn og hlakka mjög til að sjá það allt.
En veist þú um eitthvað sniðugt?
Áttu einhvern pening?
Eigum við að slá saman?
Ég skal vinna dag og nótt ef þú vilt hjálpa mér með peningahliðina - ég lofa að fara vel með þá en ég kann bara ekki að búa svoleiðis til.
Heyrumst
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.