Leita í fréttum mbl.is

Sælar elskurnar mínar!

Vitiði, það er bara búið að vera alveg arfavitlaust að gera hjá mér í að svara kommentum undanfarinn sólarhring út af þessu með mannlífið í Hveragerði og allir bara æstir í að setja í þetta pening.
Gaman að þessu.

Ég var svo þrekuð eftir þetta puð að ég ákvað bara að mæta klukkutíma fyrr í vinnuna og fara út með skærin. Já, sko - að fara út með skærin þýðir að labba um bæinn með blá föndurskæri og leita að huggulegu illgresi í vasana í Listasafni Árnesinga.

Það gekk fínt. Hitti líka Hannes og Sibbu, Sibbu Söru, Guðrúnu Eiríku, Lindu og Lindu-mömmu.
Fann svo fimm föngulegar og frambærilegar tegundir af passlega útsprungnu illgresi í þremur litatónum. Haldiði að það verði ekki bara smart?
Endilega komið og kíkið á það - opið til 6 - og svo er líka myndlist, þið vitið, enda listasafn og allt það. Ekki vera feimin. Koma svo!

Sjáumst
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég sé vegna anna þinna að ekki veitir þér af ritara til að svara ÖLLUM athugasemdunum, en lottó á laugardag og ég með

Góða helgi Fía mín og fjölskylda

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.6.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Sömuleiðis mín kæra og segðu kallinum að keyra varlega - eða taktu af honum lyklana!

Soffía Valdimarsdóttir, 20.6.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það skal ég gera !

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.6.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 56226

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband