Leita í fréttum mbl.is

Þegar allir hugsa eins

Alveg er það hrikalega frústrerandi við ritgerðarvinnu að maður fær alltaf einhverjar hugmyndir sem búið er að mjólka svolieðis gjörsamlega til fulls að það er ekki á það bætandi.

Og þá er maður aftur á byrjunarreit nema hvað.

Núna til dæmis er ég að hita upp fyrir ritgerð um Hrafnkels sögu Freysgoða. Kenningar um munnlega hefð eru í forgrunni svona rétt eins og það sé ekki nógu strembið að fjalla um boðskap, persónusköpun eða stíl eða eitthvað álíka meðfærilegt.

Svo les ég textann sjálfan auðvitað fyrstan af öllum tiltækum heimildum í stöðunni. Bráðskemmtileg saga alveg hreint. Nú og þá er svona það eina sem situr eftir að sennilega sé nú þetta saga sem styrki ríkjandi samfélagsgerð með því að gera lýðnum ljóst að einu sinni höfðingi verði alltaf höfðingi og eins með smælingjana. Þannig sé nánast lífræn skipan fyrir hendi sem sé fyrirfram ákveðin og ekki orð um það meir.

Heyrðu! Haldiði að ég sé ekki bara búin að rekast á þessa röksemdafærslu sem meginstoð í annarri hverri heimild sem ég hef blaðað í til þessa.

Þar fór það ritgerðarefni fyrir lítið - andskotinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband