16.4.2008 | 11:44
Kattafár
Hjálp! Hjálp!
Það ríkir ófremdar umsátursástand á heimilinu - og ég er ein heima.
Helvítis kötturinn er alveg brjáluð eftir að hún átti þessa kettlinga. Í gær, áður en hún gaut/fæddi/eitthvað var hún alveg vitlaus íað komast inn´i fataskápana í svefnherbergjunum. Svo núna í morgun þegar ég er um það bil ða fara út í bíl með krakkana þá sjáum við að það er eitthvað undarlegt á seyði hjá Klöru.
Hún grenjar og eigrar um alveg friðlaus. Við nánari athugun sé ég að það vantar eitt kvikyndið í kassann. Svo leitum við og leitum og heyrum alltaf í greyinu inni í herbergi hjá Þóri. Á endanum átta ég mig á því að hann er undir rúminu hans inni í dýnunni einhvern vegin.
Það er ekki umannað að gera en að klippa gat neðan á rúmbotninn og þannig næst hann svo út á endanum. En það erkki allt búið enn því á meðan á þessu stendur er Klara búin að drösla hinum fram á gólf og bíður færis að komast með þá inn i herbergi til þess þriðja. Þórir og Jónheiður reyna bæði að tjónka við hana en hún tekur þá aftur og aftur í kjaftinn og upp úr kassanum. Á endanum tekst mér að koma öllum kvikyndunum í þvottahúsið og börnunum í skólann - allt of seint auðvitað.
Þegar ég kom heim aftur og ætlaði að ráðast á heimaprófið galvösk fékk ég ekki frið því Klara djöflaðist stöðugt á hurðinni með klónum og grenjaði samfellt. Ég reyni að bölva henni og sussa á hana en það gekk auðvitað ekki.
Þá hringdi ég í Óla - ég meina hann vill hafa þessi helvítis kvikyndi og átti einu sinni 19 ketti í allt og þykist vera einhver kattahvíslari og nógu mikið er hann að bonda við þennan andskota þegar hann gefur sig í það og hann getur bara séð um þetta........................ Jú sko sjáðu nú til kona (nánast) hún vill ekki vera í þvóttahúsinu af því ða hún á von á að aðrir kettir komi inn um gluggann eins og venjulega. Settu þá inn á bað og matinn hennar og lokaðu hurðinni.
Og núna sem sagt er baðherbergið upptekið.
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
810
-
leifurl
-
latur
-
hjolaferd
-
birgitta
-
katrinsnaeholm
-
vefritid
-
ragnarfreyr
-
dofri
-
halkatla
-
svavaralfred
-
kolgrima
-
svala-svala
-
helgafell
-
bjarnihardar
-
brell
-
salkaforlag
-
brjann
-
gattin
-
brandarar
-
ebbaloa
-
eddabjo
-
kokkurinn
-
gudmundurhelgi
-
hallarut
-
snjolfur
-
disdis
-
holmdish
-
haddih
-
kreppan
-
jenfo
-
larahanna
-
lillagud
-
loaloa
-
rutlaskutla
-
klarak
-
vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er eiginlega í gangi? Ég er líka á stanslausri krísuvakt hér fyrir norðan...hefur að vísu ekkert með ketti að gera en ótrúlegustu hlutir koma upp í hvert sinn sem ég ætla að setjast niður við heimaprófið. Veit fólk ekki hvað við þjóðfræðinemar erum ótrúlega störfum hlaðnir!!
Vona annars að tíminn í Neskirkju hafi verið góður, að prófið gangi vel og kettirnir verði til friðs.
kv. Rannveig
Rannveig (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:16
Svei mér ef ég er ekki tilneydd að koma við í neðri byggðum og kanna sannleikann í kattarfárinu
og eins gott að ég verði búin að fara á klósettið áður en ég kem 
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 16.4.2008 kl. 16:23
Sælar báðar tvær.
Hulda mín þér er óhætt að trúa þessu með kettina. Ég hef ekki hugmyndaflug til að ljúga þessu upp.
En gaman að heyra í þér Rannveig. Hvernig gengur annars? Neskirkja var fín og ég er sátt við þetta próf. Mér gengur meira að segja alveg óvenjulega vel að koma þessu frá mér. Er búin með spurningu 1 og í bana stuði þannig að ég ætla að halda áfram helst fram á rauða nótt. Það borgar sig að nýta byrinn þegar hann gefst.
Soffía Valdimarsdóttir, 16.4.2008 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.