15.4.2008 | 15:05
Ekki minn tebolli
Kötturinn Klara er í þessum töluðu orðum að fæða eða gjóta eða eignast kettlinga frammi í þvottahúsi.
Ég skil ekki þennan kött. Ég tala aldrei við hana, kem aldrei við hana, kvarta undan ónæði og óþrifnaði af henni og kippi snöggt í sængina mína ef hún vogar sér upp í. Gæludýr eiga ekkert erindi upp í rúm hjá mér.
Samt er hún búin að grenja stöðugt á mig og elta mig um allt síðan í gærkvöldi. Ég reyndi að segja þessu fólki hérna sem ég bý með að það væri komið að þessu. En nei nei þeir vissu nú betur. Prins Valdimar vildi til dæmis meina að það væru 2-3 vikur eftir. Ekki veit ég hvernig hann þykist geta vitað það, vil ekki vita það - hrýs reyndar hugur við því.
En sem sagt kötturinn er búinn að vera óléttur í einhvern tíma (reyndi líka að segja þeim að hún væri ólétt - en nei það var bara rugl í mér) og er að eignast einhvern slatta af afkvæmum þarna frammi akkúrat núna. Það sem ég skil ekki er að hún skuli hafa viljað gera mér viðvart og heimta athygli frá mér í þessu sambandi. Ef hún heldur að af því að ég er kvenkyns þá geti ég aðstoðað hana eitthvað þá er hún heldur betur á villigötum. Ég hef aldrei fætt af mér eitt eða neitt - er með rennilás.
Og þó - ég skamma stundum krakkana þegar hana vantar að éta og drekka. Hún sjálfsagt áttar sig á því að ég er matmóðir hennar þótt ég hati hana af öllu hjarta og sé búin að bíða og bíða eftir því að hún fari að heiman.
En þetta verður allt í lagi. Ég hringdi í Önnu systir og hún er að græja þetta - ég kem ekki nálægt þessu!
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
810
-
leifurl
-
latur
-
hjolaferd
-
birgitta
-
katrinsnaeholm
-
vefritid
-
ragnarfreyr
-
dofri
-
halkatla
-
svavaralfred
-
kolgrima
-
svala-svala
-
helgafell
-
bjarnihardar
-
brell
-
salkaforlag
-
brjann
-
gattin
-
brandarar
-
ebbaloa
-
eddabjo
-
kokkurinn
-
gudmundurhelgi
-
hallarut
-
snjolfur
-
disdis
-
holmdish
-
haddih
-
kreppan
-
jenfo
-
larahanna
-
lillagud
-
loaloa
-
rutlaskutla
-
klarak
-
vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að eiga systir
En þú ert sem sagt ekki orðin fertug og samt að verða AMMA
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 15.4.2008 kl. 15:41
Hulda! Ég vara þig við...................
Soffía Valdimarsdóttir, 15.4.2008 kl. 18:05
Mikið skil ég þig vel. Kettir eiga ekki að vera inni á heimilum, svo einfalt er það í mínum huga
Heimir Eyvindarson, 15.4.2008 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.