9.4.2008 | 18:31
Áttaviti óskast!
Hef verið að velta því fyrir mér í dag hvað ég myndi velja mér að ævistarfi ef ég þyrfti aldrei framar að hafa áhyggjur af peningum og hefði tryggingu fyrir því að það sem ég gerði myndi ekki mistakast.
Hvernig sem ég hugsa málið kemur alltaf það sama upp í kollinn. Ég myndi gerast gamldags fræðimaður. Þið vitið svona lítil hokin kona með gleraugu og hnút í hárinu sem enginn veit eiginlega alveg fyrir víst hvað hefur fyrir stafni allan daginn. Nýjum starfsmönnum yrði kennt að banka ef þeir þyrfti að tala við skrítnu konuna en annars bara vera ekkert að þvælast á hættuslóðum að nauðsynjalausu. Skrifstofan mín yrði óreiðukennd kompa eins og þessar sem ræstingakonur bölva sem mest. Þar inni væri loftið þykkt af einhverju torkennilegu andrúmslofti sem gæfi fyrirheit um eitthvað ennþá torkennilegra.
Þegar ég hrykki svo loksins upp af þyrfti að láta draga strá um það hver neyddist til að tæma herbergið. Reyndar myndi fullt af fólki bíða spennt eftir því að ráðgátan leystist. Þó enginn svo spenntur að hann væri til í að bjóða sig fram. Í þann mund sem drátturinn væri að hefjast kæmi svo einhver bjargvættur í likama íslensku- eða fornfræðanörds og lýsti sig reiðubúinn að takast á hendur stórvirkið.
Þá kæmi auðvitað hið sanna í ljós. Konan var bara sérvitringur sem vissi allt mögulegt um eiginlega ekki neitt og þetta ekki neitt væri orðið svo úrelt að enginn vildi gera nokkuð með það.
En sko það bíttar ekki. Mér myndi finnast ég hafa verið að vinna voða merkilegt og þarft starf. Áttaði mig ekkert á því að tímarnir hefðu breyst - og svo bara væri ég dauð hvort eð er.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.