Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 18:06
Þú veist að það er ekki kreppa.........
.........þegar fólk borgar brosandi u.þ.b. 6.000 kall á mánuði fyrir Stöð 2
.........Þegar kjúklingabringur á tæpan 3.000 kall kílóið seljast upp á föstudögum í Bónus
.........þegar það er nærri klukkutíma bið eftir pizzunni á fimmtudagskvöldi
.........þegar áskriftarkort í leikhúsin seljast hraðar en hægt er að prenta þau
.........þegar einkaþjálfarar líkamsræktarstöðva eru með biðlista
.........þegar þú færð ekki tíma í plokkun og litun fyrr en í þar næstu viku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2008 | 13:32
Eitthvað fyrir þig?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 14:07
Draumurinn sem neitar að deyja
Draumurinn minn vex og vex.
Hann neitar að deyja.
Hann er líka lúmskur og lævís. Suma daga virðist hann nánast lífvana svo ég veit varla hvort ég á að gefa honum nokkurn gaum. En svo þegar minnst varir gýs hann upp. Í hvert skipti er hann bústnari en síðast þegar hann lét á sér kræla.
Núna er hann orðinn svo feitur og þurftafrekur að ég hef varla undan að bera í hann eldiviðinn. Hann bara brennur og brennur og hvissar og hvæsir svo ég má hafa mig alla við að gleyma ekki hversdagsskyldum mínum við skóla og heimili.
Hann er eiginlega orðinn óhugnanlega raunverulegur. Einu sinni var hann bara óljós hugmynd, eins konar beinagrind. En núna hefur hann fengið hold og sinar sem halda honum uppi. Alls kyns smáatriði bætast við í hvert skipti sem ég gef honum færi á að heltaka huga minn og tilveru. Sum þeirra eru svo nákvæm að þau hafa bæði ilm og áferð.
Ég er eiginlega orðin hrædd við hann - veit ekki hvort og þá hvenær hann verður að martröð sem ég get ekki endað.
Mig vantar bara litlar 10-15 milljónir til að draumurinn minn geti hætt að vera hugarfóstur og orðið að veruleika.
Hvernig eignast maður annars svoleiðis?
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 11:03
Fólkið í safninu mínu
Var ég kannski búin að segja ykkur frá mótorhjólakonunni? Gerir ekkert - ég geri það bara aftur. Hún er 63 ára og búin að vera með prófið í tvö ár. Sagðist alltaf hafa dreymt um að þeysa um á mótorhjóli svo hún gaf sér bara próf, hjól, galla og hjálm í afmælisgjöf.
Hún kom um helgina. Ég tók á móti henni og spurði hvernig Heiðin hefði verið. Hún brosti feimnislega, þótti vænt um að ég myndi eftir henni. Spurningin var yfirvarp og þarfnaðist ekki svars. Sameiginleg virðing og virðurkenning lá í loftinu. Hún upplifir drauminn og það yljaði okkur báðum.
Sextugi byggingameistarinn sem er einnig myndlistamaður og hönnuður kom líka. Hann er laglegur lágvaxinn maður, snaggaralegur með greindarleg augu og heimspekilegan þankagang. Ég bauð honum kaffi. Við sátum lengi, hann talaði - ég hlustaði. Í staðinn fékk ég þétt handaband og tilfinningu um að allt hefði tilgang - líka ég.
Hreppstjórasonurinn á sjötugsaldri kom um hálffimm. Hann heilsaði með þögulli handarhreyfingu þvert yfir salinn. Sú kveðja þýðir kaffi og vaffla sem ég útbjó í snarhasti. Hann sagði mér sögur eins og alltaf. Sögur af afa mínum og hinum landnemunum í Hveragerði, af strákapörum, skógræktarstarfi, vegavinnu, gatnagerð í þorpinu, uppskipun í Höfninni og mörgu fleiru skemmtilegu. Merkilegasta sagan var af fólkinu sem vildi byggja sundlaug. Það kostaði of mikið svo allir hjálpuðust að. Hvergerðingar og Ölfusingar stilltu saman strengi sína og Laugarskarð varð að veruleika í sjálfboðavinnu.
Kynni mín af fólkinu í safninu mínu sem vel að merkja er allt komið af léttasta skeiði, vekur mér spurn um hvort allt hafi verið betra einu sinni. Sjálfsagt ekki enda fortíðarglýjan söm við sig. Samt sem áður er einhver tónn í frásögnum fólksins sem nærir þá hugmynd að í það minnsta sumt hafi kannski verið betra þá en nú. Ég veit það alla vega fyrir víst að ekki þýddi að láta sig dreyma um það árið 2008 að nágrannarnir Hvergerðingar og Ölfusingar drægu á sig vinnuhanskana í þeim tilgangi að byggja - ja segjum til dæmis íþróttahús í Hveragerði. Enda vantar Hafnarbúa ekki svoleiðislagað eftir því sem ég best veit.
Nei, ég er þakklát fyrir fólkið í safninu mínu og sögurnar þeirra. Þær eru einhvern veginn miklu betri en raunveruleikinn sem ég les um í Mogganum og heyri um í saumaklúbbnum.
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 22:45
ÚlfValdi í óstuði
Þeir félagarnir Úlfar og Valdimar voru voða lítið hressir síðast þegar til þeirra heyrðist.
Þeir höfðu fyrirfram haft nokkuð fyrir því að finna alvöru köfunarskóla í Taílandi og hugðust taka þar fyrsta skrefið í köfunarréttindin. Ekki vildi þó betur til en svo að þegar á hólminn var komið fékk hvorugur að taka þátt.
Valdimar vegna blóðtappans sem hann fékk í fyrra og Úlli vegna asmans.
Frekar svona lágt á þeim risið vegna þessa.
En þá er það bara á vit næsta ævintýris - Kambódía er það held ég.
Get ekki sagt að ég sé neitt sérstaklega miður mín yfir þessu bakslagi ..............
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2008 | 17:33
Í nettu taugaáfalli!
Já ég get eiginlega ekki kallað það neitt annað.
Í gær var í móðursysturhlutverkinu og fór með skæruliðann í smábarnafimleika í íþróttahús Hveragerðisbæjar. Þangað hef ég ekki komið síðan ég neyddist til þess síðast. Það kann að hafa verið á þessari öld en þarf þó ekki að vera því svo háttar til með íþróttaiðkun minna barna að það er hvorki boðið upp á þeirra áhugasvið í bænum né er pláss fyrir þau í þessu helv...... íþróttahúss-rottuholu-ógeðs-greni sem við státum af Hvergerðinar.
Í stuttu máli sagt fékk ég nánast taugaáfall að koma þarna inn. Þvílíkur viðbjóður!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Klefarnir eru morknir, myglaðir, ryðgaðir, flagnaðir, fúnir, kaldir og sóðalegir. Klefahurðin (sem ég hafði varla lyst á að koma við nema með olnboganum) var brotin eða morkin að neðan svo í hana vantaði vænan bút. Andskotans skömm er að þessu!
Ég svitna við tilhugsunina eina saman að við skulum taka á móti öðrum íþróttafélögum á mót og þvíumlíkt. Man hvað mér fannst hræðilega leiðinlegt að fara á fótboltamót með þann elsta í þetta greni - og nota bene, það eru ein 8 eða 9 ár síðan hann hætti í fótbolta (sá yngri hefur nánast aldrei haft nein afnot af þessum hjalli - þeir hafa verið úti við langt fram á vetur og svo í Þorlákshöfn sem hefur aumkað sig yfir okkur aumingjana undanfarin misseri). Þá var þetta skítagreni en núna enn verra.
Ég hef leynt og ljóst ekki nennt að æsa mig neitt upp á síðkastið en þessi andskoti tekur út yfir allan þjófabálk!
Stenst þetta hús kröfur heilbrigðisyfirvalda?
Getum við girt sómatilfinninguna ofan í nærhöldin eitthvað lengur með þessi íþrótta- og tómstundamál í Hveragerði?
Hvað getum við gert?
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2008 | 18:52
Jæja.......
.......þið eruð svona grínfullar kæru konur!
Engin viðbrögð við kvennalionsklúbbi í Hveragerði. Ekki veit ég hvað er hægt að gera við því svo við sjáum bara hvað setur. Kannski eruð þið bara svona agalega hógværar og lítillátar að þið viljið ekki láta á ykkur bera.
Gott og vel, við höldum þessu til streitu eitthvað áfram.
Næst hringi ég í ykkur prívat og persónulega - ég trúi því ekki að konur í Hveragerði séu ekki til í að gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt saman.
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2008 | 14:52
Konur í Hveragerði takið eftir!
Fyrir dyrum stendur stofnun kvennakúbbs í Hveragerði undir merkjum Lions.
Við ætlum að búa til samfélag sem getur nýst bæði okkur sem einstaklingum til eflingar og þroska og svo um leið samfélaginu sem við deilum allar saman.
Fylgstu með og kommentaðu ef þig langar að vita meira
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2008 | 10:22
Nú líkar mér lífið
Það er komið haust.
Þá byrjar skólinn og félagslífið tekur kipp. Skemmtilegt.
Í dag líkur fyrstu viku þessa skólaárs. Þá hef ég mætt í öll þau fög sem eru á dagskrá vetrarins hjá mér og veit svona nokkurn veginn hvernig landið liggur. Það er mjög spennandi önn framundan skal ég segja ykkur. Ekki víst að ég nenni nokkuð að blogga fyrr en í næstu ritgerðatörn.
Svo er það félagslífið. Allt þetta hefðbundna sem tengist krökkunum auðvitað. Bekkjarkvöld, rósaball, tónfundir og nemendatónleikar, afmælin og allt hitt. Og svo við fullorðna fólkið. Þar eru matarboð, leikhús og árshátíðir efst á baugi. Í kvöld förum við hjónakornin í mat til Guðrúnar Eiriku og Kela og á morgun koma svo Hulda og Hannes og Áslaug og Pétur í mat til okkar.
Gæti þetta verið skemmtilegra?
Gleðilegt haust þið öll..............
xxx
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar