Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Myndir þú ráða pípara til að gera við framtennurnar í þér?

Mér virðist það skjóta nokkuð skökku við svona í ljósi þess að íslenska efnahagsundrið hefur sprungið á limminu (eins og reyndar títt er um undrabörn) að sitjandi fjármálaráðherra skuli aldrei sjást eða heyrast.

Ég man ekki eftir að hafa rekist á hann í fjölmiðlum frá því á dögunum þegar hann lét svo lítið að svívirða umboðsmann Alþingis fyrir að voga sér að vinna vinnuna sína.
(Þetta er voða oft svona með fólk sem vinnur ekki vinnuna sína - það reynir að sverta þá sem gera það í von um að ekki komist upp um eigin vanhæfni)

Er reyndar ekki frá því að á dögunum hafi ég séð mynd af honum efst til hægri á hægri væng opnunnar í Mogganum.

Ætli það hafi verið dánartilkynning? Ætli hann sé dáinn og ég hafi bara misst af því?

Nei ég veit það ekki - kannski er bara búið að banna honum að tala opinberlega um fjármál af því ða hann hefur ekki hundsvit á slíku og sérfræðingarnir í ráðuneytinu (sem auðvitað vinna verkin en ekki Dagfinnur) mega bara ekki við því að hann fari að þrugla einhverja steypu opinberlega ofan í allt saman.

Hvað ætli ráðamenn þeirra ríkja sem við mígum utan í núna í vandræðum okkar í efnahagsmálum haldi?
Fjármálaráðherrann er dýralæknir með sérnám í fiskisjúkdómum og Seðlabankastjórinn er með eldgamalt lögfæðipróf úr grunnnámi. Ég veit vel að þessir menn hafa sérfræðinga, en hvernig haldiði að þetta líti út þegar við bönkum upp á grenjandi að biðja um back-up í erlendum seðlabönkum vegna slæmrar stöðu heima hjá okkur?

Þetta er algerlega óverjandi fyrirkomulag!


Hey - góð hugmynd!

Sko ég er að spá - þið kannist við afsakanir nemenda á borð við: hundurinn minn át rit gerðina! Eða: Amma er búin ða vera alveg fárveik á spítala og.....

Soldið kannski búið að ganga sér til húðar en hvernig væri að segjast vera andsetinn???

Sko - afsakaðu herra kennari en ég er bara búin að vera svo hrikalega andsetin í tvær vikur að ég get því miður ekki skilað ritgerðinni núna!

Eða það sem betra er: Mér þykir það leitt herra kennari en dóttir mín er bara búin að vera svo hrikalega andsetin að undanförnu......................


Biðin á enda?

Er Messías kannski bara banki en ekki manneskja?

Getur verið að KB banki sé hinn nýi Messías og að við séum bara svo miklir helvítis fávitar að við föttum það ekki?


Litli Íslendingurinn - einþáttungur í a-moll (grátist hljóðlega)


Mér finnst eins og allt sé á móti mér og engum þyki vænt um mig og allt sé að bresta og enginn viti af því og jólin séu búin og sólin sé að klárast og olían líka og að allt sé miklu betra í útlöndum og enginn nenni að gera neitt og enginn skilji mig og enginn vilji segja mér af hverju þetta er svona og samt viti það allir og allir viti líka að allt eigi eftir að breytast og ég verði ekki látin vita af því og ég muni bara missa af og vera alein eftir og svo komi bara allt í einu hrafnar og kroppi í mig og Hekla fari að gjósa og Vatnajökull bráðni og...........................................

« Fyrri síða

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 56270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband