Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
16.3.2008 | 10:31
Safnið mitt - og þitt
Í dag sunnudaginn 16. mars verður Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður og sýningastjóri nýrrar sýningar með leiðsögn um safnið. Ég verð svo með kaffi á könnunni og steiki vöfflur af eldmóð ofan í þá sem vilja svoleiðis gúmmelaði. Endilega kíkið á safnið ykkar kæru Árnesingar og líka þið hin sem langar í bíltúr í góða veðrinu í dag.
Sjáumst í Listasafni Árnesinga - aðgangur ókeypis
Konan sem kyndir vöfflujárnið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2008 | 16:51
Íslenskir þjóðhættir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 10:09
Ef ekki fyrir sjálfan þig þá fyrir gestina
Gefið ykkur 5 mínútur til að lesa þennan pistil yfir og helst með skilningarvitin vakandi. Sko! Þegar ég hugsa um Breiðumörkina (í Hveragerði) þá sé ég hana fyrir mér eins og súluna innan í hitamæli eftir að hringtorgið kom á þjóðveginn. Þannig er hringtorgið kúlan þar sem rauði vökvinn er og gatan sjálf svo súlan. Ef allt væri eðlilegt ætti hitinn að stíga eftir því sem ofar dregur í súlunni. Þannig ætti þessi aðalbraut bæjarins að draga fólk inn í bæinn miðjan og þegar komið væri að litla hringtorginu við Hótel Ljósbrá ætti hámarks hita að vera náð. Þar þyrfti að vera eins konar hot spot.
En það er nú öðru nær. Gangstéttirnar eru brotnar og hver skelfingin á fætur annarri verður á vegi þeirra sem þarna fara um. Á þessari stuttu leið eru margir dauðir punktar sem ég kýs að kalla svo. Tökum dæmi: Planið fyrir utan gamla Gaggó er eins dautt og frekast getur verið. Þar er lélegt malbik eða slitlag (ég veit ekkert hvað þetta heitir en þig vitið hvað ég meina). Hvergi blóm eða tré, enginn bekkur, ruslafata eða nokkuð annað það sem bíður fólki að hafa þar viðdvöl. Húsið sjálft er svo í því sorglega ástandi sem hverjum manni má vera ljóst. Hinu megin við götuna er stórt gróðurhús með drullupollaplani fyrir framan. Gjörsamlega dauður punktur sem enginn á erindi um. Áfram er haldið og við taka tvö einbýlishús sitt hvoru megin við götuna. Ekkert um þau að segja svo sem en næst tekur við bakaríið sem að mínu mati og margra annarra er með bestu bakaríum á landinu. Þar er svo sem ekki yfir neinu að kvarta þó alltaf megi gera betur. Hinu megin er svo húsið hennar Binnu gömlu á Akri og auða svæðið þar neðan við. Sá reitur er gersamlega berstrípaður og bíður eiginlega bara eftir að safna drasli, vona að ég eigi ekki eftir að lifa það að sjá þarna bílhræ og ruslagáma hreinlega.
Næst tekur við Blómaborg og húsin þar á móti. Svæðið í kringum VÍS er snyrtilegt og fínt og húsið hennar Stínu gömlu Jóns er til fyrirmyndar. Blómaborg má auðvitað muna fífil sinn fegri en gæti svo sem verið daprari. Hins vegar er ömurlegt að horfa á þennan grunnskratta þarna við endan á gróðurskálanum áratugum saman sem ekkert er gert við. Reyndar verður að segjast að vegna þess hve það svæði er opið sést betur inn í Þórsmörkina og fallegasta húsið í bænum fær að njóta sín. Hér á ég auðvitað við húsið hennar Gunnu á Grund. Við Breiðumörkina sjálfa stendur svo húsið þeirra Gunnu og Bigga Blómaborgarmegin og svo gamla hreppstjórahúsið þar á móti. Eigendur þessara húsa eiga heiður skilinn fyrir sína viðleytni. Bæði húsin eru svolítið sérstök og gefa þannig lífinu lit.
Nú taka við fjögur fyrirtæki; tannlæknastofan, Tían, Kaupþing og Ólasjoppa. Allt í góðu þar. Þá er það gamli Kvennaskólinn sem hefur fengið einhverja þá vafasömustu andlitslyftingu sem ég hef á ævinni séð á nokkru húsnæði. Hræðilegt bara. Gamla pósthúsið er svo sem ekki hrunið ennþá og hýsir skátana sem er fallega hugsað en ytra umhverfi bíður ekki upp á íveru af nokkru tagi frekar en aðrir reitir þessarar sorglegu aðalgötu okkar Hvergerðinga.
Það sem eftir er er þó sorglegast af öllu. Hvar sem litið er má sjá annað hvort niðurníðslu eða ljotleika nema hvoru tveggja sé. Gamla kaupfélagshúsið er auðvitað bara ljótt hús hvort sem það er lagað eða ekki. Ég skil vel þá þörf sem er á að nýta húsið vegna nálægðarinnar við skólann og allt það en ytra útlit og umhverfi gerir ekkert fyrir svæðið nema síður sé. Gamla-gamla kaupfélagshúsið sem hýsir skólaselið er svo kannski ekkert í verra ásigkomulagi en það hefur verið frá því að ég man eftir mér en aðkoman og umhverfið er ömurlegt. Drullupollaplan með ömurlegu útsýni. Hverjum ætti nokkurn tíma að detta í hug að leggja bílnum og fara út úr honum þarna? Svo er það Heilsugæsluhúsið. Ljótt, ljótt og ljótt. Punktur. Og svo rúsínan í pysluendanum, Hótel Ljósbrá. Maður grætur nú bara í hljóði yfir þeim hryllingi.
Þetta er stórt hús með ennþá stærri sál. Þarna höfum við mörg aðhafst eitt og annað misgæfulegt reyndar um dagana. HVERS VEGNA KEYPTI BÆRINN EKKI ÞETTA HÚS Á SÍNUM TÍMA? ÉG skil ekki þessa skammsýni og skort á skilningi þegar kemur að menningarlegum verðmætum hérna í þessum bæ. Ég meina Kjörís og Ás eru góð og gegn fyrirtæki sem hafa gert bænum margt gott en það er fleira í Hveragerði en ís og gamalmenni. Hvernig líður ykkur kæru Hvergerðingar að horfa á þetta hús nánast molna niður fyrir augunum á ykkur? Mér líður ekki vel.
Nú er ég alls ekki að skrifa þetta til þess að níða náungann (ekki það að ég hafi ekki gaman af því líka á köflum). Minn tilgangur er sá einn að reyna að fá fleiri til að hugsa um þessa hluti. Þetta skiptir svo miklu máli. Við þurfum nauðsynlega að eignast einhvern miðpunkt sem við getum stolt gengið um og boðið gestum að sjá og njóta.
Hugsið ykkur allan þann fjölda utanbæjarmanna sem fer þarna um á hverju ári. Allir sem fara inn í dal keyra þessa leið. Og það eru margir. Allir sem fara í golf, í göngur, að sjá Grýlu, í hesthúsin o.s.fr.
Verðum við ekki að fara að taka til hendinni? ÉG væri alveg til í að bretta upp ermarnar og vinna þarna sjálboðavinnu af einhverju tagi. Hvað með þig ágæti meðborgari, er þér kannski drullusama?
Ég veit ekki með ykkur en heima hjá mér er það alla vega þannig að þótt stundum sé nú mishuggulega aðkoman þá tek ég að minnsta kosti ærlega til þegar von er á gestum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2008 | 10:36
Ég bara verð........
........aðeins að tjá mig hérna um það sem mér liggur þyngst á hjarta akkúrat núna. Annars get ég ekki snúið mér að bókunum og það bara verður að fara að gerast.
Sko þannig er mál með vexti að ég hætti að drekka diet-coke og yfirleitt innbyrða allt sem inniheldur asparatam eða hvað það nú heitir fyrir viku síðan. Ég er alveg að drepast úr fráhvörfum!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég sver það að þetta er satt, ég er með verkjum hreinlega. Kaffi dugar ekki nema bara á höfuðverkinn. Allt hitt er óleist. Mig verkjar mest í sálina og hjartað. Þetta var ást - ekkert minna. Diet-coke er búin að vera vinkona mín í 25 ár og deila með mér sorg og gleði. Þessi vinkona (diet-coke er kvenkyns, sjáiði bara flöskuna) hefur verið mér við hlið án þess að krefjast nokkurs til baka frá mér. Kannski þess vegna sem ég hef elskað hana svona óskaplega í gegnum árin. Skilyrðislaus ást er ekki að þvælast fyrir manni svona hversdagslega.
Vinsamlega verið góð við mig ef þið hittið mig á förnum vegi næstu daga, ég þarfnast þess. Hérna heima hjá mér er bara hlegið að mér. Ég sver það ég hélt að eiginmaðurinn og synir mínir myndu míga niður við matarborðið í fyrradag þegar ég var eitthvað að reyna að tjá mig. Dóttirin reyndar klappaði mömmu sinni á bakið og sæyndi hluttekningu. Ég sagði þeim líka að það væri ekki út af neinu sem hún fengi ein að fara með mér í helgarferð til Köben um Hvítasunnuna.
Dáltið svona tæp á tauginni verður að segjast en þessu sambandi verður að ljúka með góðu eða illu.
Ef þið sjíð mig einhvers staðar með vinkonu mína upp á arminn þá vinsamlegast rekið mér rækilegan kinnhest hið snarasta. En annars bara góðvild takk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2008 | 09:39
Ok!
Enginn að míga niður af spenningi yfir hugmyndinni minni hér að neðan - þá það, ég held áfram að hugsa.
En hvað með árlegan flóamarkað?
Það er ástæða fyrir því að nágrannaþjóðir okkar stunda endurnýtingu á persónulegum munum í stórum stíl. Í fyrsta lagi er það fjárhagslega hagkvæmt og svo er það bara svo skemmtilegt.
Hvernig líst ykkur á flóamarkað í endaðan maí, áður en skólinn hættir og allir fara í sumarfrí? Við gætum meira segja haldið hann í yfirgefnu gróðurhúsi til að auka á stemmninguna og tengja þannig við aðurnefnd sérkenni Hveragerðis. Hugsið ykkur hvað það gæti orðið gaman að hittast eina helgi og standsetja svæðið og halda svo flóamarkað helgina á eftir. Fyrir nú utan það hvað það er stórkostlega hreinsandi og skemmtileg upplifun að fara í gegnum draslið sitt. Sumt hefur maður ekki séð í áratugi, man ekki eftir að hafa nokkurn tíma átt og annað var manni einhvern tíma svo kært að maður skilur ekkert í því hvernig maður gat hafa verið búinn að gleyma því.
Ég gerði þetta í fyrra á blómstrandi dögum og skemmti mér konunglega. Markmiðið var fyrst og fremst að taka þátt og auka fjölbreytnina. Mér finnst svo skrítið af hverju fólk endurnýtir ekki. Ég held að Íslendingar séu svo spéhræddir að þeir vilji ekki að aðrir sjái skranið sitt. Massíf minnimáttarkennd! Þarf sér færslu í það - kemur síðar.
Forfeður okkar sváfu upp við dogg í baðstofunum. Af hverju veit ég ekki en heyrði þá uppástungu um daginn að það hefði verið til þess að vera við öllu búinn og geta verið snöggur á fætur. Fnnst það reyndar verulega hæpin skýring en þetta gerðu þeir og tórðu. Af hverju ættum við að leggjast niður, keyra til Reykjavíkur og bíða eftir því að lognast út af? Forverar okkar í Hveragerði voru í vissum skilningi frumkvöðlar og landnemar. Þetta var fólk sem kom héðan og þaðan af landinu til þess að nýta tækifærin sem náttúran og aðstæðurnar buðu upp á. Til þess að geta nýtt þetta þurfti mikla vinnu og ekki síður mikið áræði við að prófa sig áfram og finna svo á endanum vonandi eitthvað sem gagnaðist.
Þeir þurftu að finna leiðir til að nýta jarðhitann, byggja gróðurhúsin, koma afurðunum á markað o.s.fr. o.s.fr. Ég er ekki viss um að fólkið hérna geri sér almennt grein fyrir hversu miklir frumkvöðlar garðyrkjumennirnir gömlu voru. Eins kannski ekki hversu mikil harka var í lífsbaráttunni. Moldin var ekki auðfengin, hana þurfti að sækja í Ölfusið en hitin var hérna þótt enginn vissi í raun almennilega hvernig ætti að nýta hann. Það sem einkenndi þetta samfélag var að þetta voru fyrst og fremst einyrkjar. Allar rómantískar hugmyndir um samvinnu og samkennd eru á falsrökum byggðar. Hér barðist hver fyrir sínu og stéttarvitund var lítil sem engin.
Þetta voru hörkutól og það sem ég dáist mest að var hugkvæmnin. Ég gæti sagt ykkur margar sögur af furðanlega hugvitsamlegum tilraunum við jarðhitanýtingu. Geri það seinna. Núna langar mig bara að pota í ykkur og gá hvort eitthvað lifir eftir af sjálfsbjargarviðleytninni og sköpunargleðinni og hvort ykkur langar ekki að fara á flug með mér og nýta eitthvað af þessu til góða fyrir samfélagi sem við byggjum saman.
Fundur hjá mér við tækifæri, ég skal slá í pönnsur (þarf reyndar að læra það fyrst, en það er líka kominn tími til).
Allir velkomnir!
Koma svo..................
Fía litla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2008 | 14:47
Kæru Hvergerðingar
Á dögunum skutlaði ég manni nokkrum í bæinn. Hann átti erindi í Hveragerði en þurfti að komast aftur heim. Á leiðinni spjölluðum við um heima og geima og þar á meðal Hveragerði. Þessi maður er á miðjum aldri, heimspeki- og listfræðimenntaður og hefur drepið fæti niður víða í íslenskri menningu undanfarin ár. Hann er eiginlega svona samfélagssérfræðingur.
Hann sagði mér að sér findist gaman að koma í Hveragerði, það væri fallegt og notalegt en hann vissi ekki almennilega hvað hann ætti að gera þar. Svo sagði hann eins og í forundran: Hvað eruð þið að gera við öll gróðurhúsin? Ef eitthvað er táknmynd Hveragerðis þá eru það gróðurhúsin.
Já það er jafnan glöggt gestsaugað, ég segi ekki fleira. Málið er nefnilega að ég skil ekki þessa hugsun að fjarlægja öll gróðurhúsin úr bænum. Rökin eru auðvitað þau að undir þeim séu dýrmætar byggingarlóðir sem þurfi að nýta sem slíkar. Jú jú örugglega, ég skal ekki efast um það. En hver á að búa í bæ sem ekki hefur neina sögu, engin menningarleg kennileiti og ekkert lifandi mannlíf um sig miðjan?
Ég sé fyrir mér að gróðurhúsin eigi að standa að einhverju leyti. Það er enginn að segja að þau þurfi að hýsa sömu starfsemi og þau hafa gert til þessa. Sjáiði til dæmis húsin í Þelamörkinni þar sem Hannes Kristmunds var/er. Þar eru einhver 5-6 hús í sjónlínu við aðalgötuna. Væri ekki góð hugmynd að nýta þá þekkingu og þau menningarlegu verðmæti sem eru til staðar í bænum og opna þarna lifandi garðyrkjustöð sem væri gagnvirkur vettvangur leikmanna og fagmanna. Eitt húsið gæti verið kaffihús, annað blómahús, þriðja grænmetishús, fjórða aðstöðuhús, fimmta fyrirlestra- og námskeiðsaðstaða, sjötta með aðstöðu til verklegrar kennslu/námskeiðahalds o.s.fr.
Möguleikarnir eru endalausir; allt mögulegt í sambandi við hverina og matarhefð tengda þeim, fræðsla, verkleg námskeið, veitingasala, tilrunastarfsemi .................bara endalausir möguleikar - ekki raðhús heldur fólkvangur, lifandi svæði, opið og bjóðandi byggt á hefðinni í bænum - þetta er endalaus hugmynd!!!
Nú verð ég aftur andvaka það er alveg ljóst. Alveg eins og þegar ég gat ekki sofið í þrjár nætur fyrir hugmynd um ákveðið fólkvangslistaverk þar sem gufan, ljós, litir, hljóð og fólkið af götunni koma við sögu, allt á sama tíma. Núna veit ég nákvæmlega hvar þetta á heima og hvernig þetta á að líta út - nú vantar mig peninga, fullt af peningum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.3.2008 | 21:02
Kennarar kenna sér meins
Ég ætla aðeins að blanda mér hérna í umræðu um kjör kennara í beinu framhaldi af beinskeittum skrifum sem bloggvinur minn latur hefur séð sig knúinn til að láta frá sér fara.
Ég fer ekki í grafgötur með þá skoðun mína að kjör kennara á Íslandi eru til háborinnar skammar. Um samningamál þeirra veit ég minna en ekki neitt en svo virðist sem nánast engu hafi verið áorkað sem skiptir einhverju verulegu máli undanfarin fjöldamörg ár. Það segir sig sjálft að ef kennari sem starfað hefur í faginu í ein 5 ár og skríður þá loksins yfir 200 þúsund króna múrinn í grunnlaunum þá er eitthvað meira en lítið að.
En hvað er það þá sem veldur? Við hvern er að sakast?
Fyrir mér horfir málið þannig að þeir sem farið hafa með menntamál á Íslandi undanfarna áratugi hafi ekki verið að standa sig. Yfirvöld hafa ekki verið að standa vörð um hag barnanna okkar. Það þýðir að ekki hefur verið horft til framtíðar þar sem börnin eru jú framtíðin á hverjum tíma.
Á meðan sprenging hefur orðið í framhaldsmenntun á háskólastigi í landinu með tilheyrandi kostnaði hafa grunnskólakennarar hægt og bítandi dregist meira og meira aftur úr í launum. Á sama tíma eru uppi áform um að tengja meira saman grunn- og framhaldskólastigið með því að stytta framhaldsskólann. Þannig eiga grunnskólarnir að taka á sig hluta af því sem framhaldsskólinn hefur haft á sinni könnu. Sem sagt grunnskólastigið á að skila meiri afköstum (og alveg örugglega með sama mannafla og áður) skilji ég ennþá mælt mál. Kröfurnar aukast sífellt á grunnskólana sem eiga að sinna bókstafalega öllu sem hugsast getur svo foreldrarnir geti nú unnið nógu mikið til að þjóðarbúið eflist og vaxi. Og þessa sömu grunnskóla eiga svo misjafnlega gjaldþrota sveitarfélögin að reka með bros á vör á meðan menntamálaráðuneytið horfið yfir skrílinn gjörsamlega aftengt þeim veruleika sem byggðirnar út um land búa við. Þess utan eiga bæði kennarar og nemendur auk foreldra auðvitað að hoppa hæð sína í loft upp af hamingju yfir illa ígrunduðum tilskipunum að ofan um einsetningu og einstaklingsmiðað nám og allra handa kjaftæði sem hentar bara alls ekki í öllum tegundum bæjarfélaga fyrir nú utan það að þetta gengur hreint ekki upp frá mínum bæjardyrum séð.
Einsetningin hentar til dæmis alls ekki í samfélagi sem einkennist af því að heimilisfeðurnir vinna langt frá heimilinu og atvinnutækifærin heima fyrir miðast að meira eða minna leyti við konur. Enda munum við það sem viljum muna það hvernig landslagið í okkar einkalífi breyttist á einni nóttu þegar allt í einu allir áttu að mæta í skólann klukkan 8. Þar með vildu allar konurnar í bæjarfélaginu sem hingað til höfðu unnið hlutastörf og þá jafnvel eftir hádegi, fara að vinna á morgnana. Í sumum fyritækjum, sérstaklega þjónustufyritækjum er andkotann ekkert að gera á morgnana þannig að það hentaði bæði atvinnurekandanum og heimilunum ágætlega að konur gætu valið hvort þær ynnu allan daginn frá börnunum sínum eða kannski bara eftir hádegi á meðan ungarnir voru í skólanum. Nú ráða fyrirtæki bara allan daginn eða ekki neitt. Og alltaf blæðir fjölskyldunni - og börnunum.
Þetta helst alveg í hendur við aðra þróun í þjóðfélaginu. Sífellt meiri hagræðing er boðuð sem þýðir ekkert annað á venjulegu mannamáli en nákvæmlega það að hver launþegi á að skila meiru. Atvinnurekandinn hvað nafni sem hann nefnist vill fá meira út úr hverri einingu í starfsmannahaldinu.
Þetta kalla hag- og viðskiptamenntaðir framþróun. Ég kalla þetta afturför. Það hlýtur að vera afturför að fara frá jafnaðar- og velferðaráherslum yfir í markaðs- og hagnaðaráherslur þegar kemur að lífsgæðum einstaklinganna og þar með fjölskyldnanna. Þetta fyrirkomulag gagnast stærri heildum á borð við stórfyrirtæki og ríki til skamms tíma - til langs tíma tapa allir því með þessu móti brennur fólk út, verður líkamlega og andlega veikar fyrir = lífsgæði minnka. Ég veit ekki rassgat um hagfræði en ég rek heimili, er foreldri og hef augu og eyru og svona lítur þetta út fyrir mér.
Nú skal ég segja ykkur hverju og hverjum er um að kenna. Nefnilega hægri stjórn undanfarinna allt of margra ára með nýfrjálshyggju sjónarmiðin sín ástkæru að vopni. Þetta vel meinandi fólk veit bara ekki betur. Það heldur til dæmis greinilega að hægt sé að malla gull úr skít. Það heldur að með því að svelta grunnskólastigið og gjörnýta starfsfólkið þar fyrir sem fæstar krónur sé hægt að byggja upp menntastefnu á efri skólastigum og vaða uppi með hugmyndir um að Íslenskir háskólar verði með þeim bestu í heiminum.
En að lokum vil ég segja það, og kannski vegna þess að á síðu bloggvinar míns sem ég minntist á hér að ofan var eitthvað verið að ræða ímynd kennara og almenningsálit, að við - ég og þú - getum haft áhrif. Það getur nefnilega bara hver maður breytt sjálfum sér. Við getum lagt það í vana okkar og beinlínis ákveðið að láta börnin okkar aldrei heyra okkur tala illa um skólann sem stofnun eða fókið sem þar starfar. Við getum líka vanið okkur af þeim ósið að fárast yfir fríum og einhverju sem við höldum að sé svona og hinsegin í skólastarfinu (hér þarf ég að taka mig á). Við getum samnefnst um það að láta okkur nokkru varða kjör þeirra sem sinna börnunum okkar. Þannig stöndum við vörð um hag heildarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2008 | 16:55
Í stuði með guði, edrú með jesú - eða eitthvað
Jú áreiðanlega er það rétt að það sé næs að vera í stuði með guði. En ég einhvern vegin hélt að allt frá dægurþrasi nútímans aftur til 5000 ára gamallar Gilgamesarkviðu, Völuspár og fleiri stórvirkja mannlegrar hugsunar þá væri megin niðurstaða þeirra flestra sú að allt sé gott í hófi.
Sé þannig ekki fyrir mér að það sé kannski beint æskilegt að obbinn af mannskapnum í tilteknu samfélagi (hvar sem það annars er á hnettinum) sé í viðvarandi guðlegu sambandi hvort sem það er fyrir tilstilli marijúana eða annarra meðala. Síðast þegar ég tékkaði var slík vitundarvilla flokkuð með alvarlegum geðveilum.
Hversu stutt er á milli þess að telja sig vera í stöðugu sambandi við guð og að halda að maður sé sjálfur guð?
Frekar svona brjálæðisleg tilhugsun ef kannski einn góðan veðurdag kæmi upp sú staða að 5000 guðir væru á röltinu bara í Reykjavík einni saman - hjálp!!!
Maríjúana hugsanlega lögleitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.3.2008 | 13:14
Loftið lævi blandað?
Ég er farin að halda að það liggi eitthvað í loftinu hreinlega. Að það sé eitthvert samsæri í gangi. Mér finnst nefnilega venju fremur allir í kringum mig vera búnir að fá alvöru pestar að undanförnu.
Á mínu heimili háttar málum þannig til að jafnaði að krakkagrísirnir mínir litlu verða stundum lasin og þurfa að vera inni í 1-2 daga og svo ekki meir. Unglingurinn er fáránlega hraustur og verður bara hreinlega aldrei veikur. Eiginmaðurinn verður sjaldan veikur en þegar það gerist þá sefur hann í 1-2 sólarhringa og svo búið. Sjálf verð ég svo sem oft kvefuð og lumpin eitthvað en sjaldan eða aldrei neitt veik þannig lagað.
Það er nefnilega reginmunur á því að vera lasinn eða veikur.
En núna í vetur - þið vitið, veturinn sem er búinn að vera viðbjóðslega leiðinlegur í veðri, ef ekki dumbungur og úrhellisrigning þá kafaldssnjóbylur og ófærð - eru bara hreinlega allir á mínu heimili búnir að verða veikir í alvörunni og líka meira eða minna allir einhvern vegin í kringum okkur. Meira segja hreystimennið Valdimar unglingur varð veikur og fékk hita og hvað eina.
Þetta er alveg hryllileg tímasóun að liggja svona eins og aumingi í rúminu. Látum það vera ef maður væri nógu hress til að lúlla sér og lesa. Þá gæti maður með góðri samvisku lesið eitt og annað sem maður hefur ekki tíma tilað leyfa sér vegna skólabókanna. En nei nei það er ekki einu sinni svo gott.
Núna, já akkúrat núna er ég sest upp og ætla að drífa mig í sturtuna svo ég geti hespað af verkefni sem ég átti eiginlega að skila í tímanum sem stendur yfir akkúrat núna! Þetta er orðið gott í bili. Ég er hætt að vera veik. Ég er hætt að vera veik. Ég er hætt að vera veik. Ég er hætt að veik. ÉG er hætt að vera veik. Ég er hætt að vera veik...................................................................................................................................................................................................................... Heyrðu! Ég er öll að hressast, ég bara finn það
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar