Leita í fréttum mbl.is

Kennarar kenna sér meins

Ég ætla aðeins að blanda mér hérna í umræðu um kjör kennara í beinu framhaldi af beinskeittum skrifum sem bloggvinur minn latur hefur séð sig knúinn til að láta frá sér fara.

Ég fer ekki í grafgötur með þá skoðun mína að kjör kennara á Íslandi eru til háborinnar skammar. Um samningamál þeirra veit ég minna en ekki neitt en svo virðist sem nánast engu hafi verið áorkað sem skiptir einhverju verulegu máli undanfarin fjöldamörg ár. Það segir sig sjálft að ef kennari sem starfað hefur í faginu í ein 5 ár og skríður þá loksins yfir 200 þúsund króna múrinn í grunnlaunum þá er eitthvað meira en lítið að.

En hvað er það þá sem veldur? Við hvern er að sakast?

Fyrir mér horfir málið þannig að þeir sem farið hafa með menntamál á Íslandi undanfarna áratugi hafi ekki verið að standa sig. Yfirvöld hafa ekki verið að standa vörð um hag barnanna okkar. Það þýðir að ekki hefur verið horft til framtíðar þar sem börnin eru jú framtíðin á hverjum tíma.

Á meðan sprenging hefur orðið í framhaldsmenntun á háskólastigi í landinu með tilheyrandi kostnaði hafa grunnskólakennarar hægt og bítandi dregist meira og meira aftur úr í launum. Á sama tíma eru uppi áform um að tengja meira saman grunn- og framhaldskólastigið með því að stytta framhaldsskólann. Þannig eiga grunnskólarnir að taka á sig hluta af því sem framhaldsskólinn hefur haft á sinni könnu. Sem sagt grunnskólastigið á að skila meiri afköstum (og alveg örugglega með sama mannafla og áður) skilji ég ennþá mælt mál. Kröfurnar aukast sífellt á grunnskólana sem eiga að sinna bókstafalega öllu sem hugsast getur svo foreldrarnir geti nú unnið nógu mikið til að þjóðarbúið eflist og vaxi. Og þessa sömu grunnskóla eiga svo misjafnlega gjaldþrota sveitarfélögin að reka með bros á vör á meðan menntamálaráðuneytið horfið yfir skrílinn gjörsamlega aftengt þeim veruleika sem byggðirnar út um land búa við. Þess utan eiga bæði kennarar og nemendur auk foreldra auðvitað að hoppa hæð sína í loft upp af hamingju yfir illa ígrunduðum tilskipunum að ofan um einsetningu og einstaklingsmiðað nám og allra handa kjaftæði sem hentar bara alls ekki í öllum tegundum bæjarfélaga fyrir nú utan það að þetta gengur hreint ekki upp frá mínum bæjardyrum séð.

Einsetningin hentar til dæmis alls ekki í samfélagi sem einkennist af því að heimilisfeðurnir vinna langt frá heimilinu og atvinnutækifærin heima fyrir miðast að meira eða minna leyti við konur. Enda munum við það sem viljum muna það hvernig landslagið í okkar einkalífi breyttist á einni nóttu þegar allt í einu allir áttu að mæta í skólann klukkan 8. Þar með vildu allar konurnar í bæjarfélaginu sem hingað til höfðu unnið hlutastörf og þá jafnvel eftir hádegi, fara að vinna á morgnana. Í sumum fyritækjum, sérstaklega þjónustufyritækjum er andkotann ekkert að gera á morgnana þannig að það hentaði bæði atvinnurekandanum og heimilunum ágætlega að konur gætu valið hvort þær ynnu allan daginn frá börnunum sínum eða kannski bara eftir hádegi á meðan ungarnir voru í skólanum. Nú ráða fyrirtæki bara allan daginn eða ekki neitt. Og alltaf blæðir fjölskyldunni - og börnunum.

Þetta helst alveg í hendur við aðra þróun í þjóðfélaginu. Sífellt meiri hagræðing er boðuð sem þýðir ekkert annað á venjulegu mannamáli en nákvæmlega það að hver launþegi á að skila meiru. Atvinnurekandinn hvað nafni sem hann nefnist vill fá meira út úr hverri einingu í starfsmannahaldinu.

Þetta kalla hag- og viðskiptamenntaðir framþróun. Ég kalla þetta afturför. Það hlýtur að vera afturför að fara frá jafnaðar- og velferðaráherslum yfir í markaðs- og hagnaðaráherslur þegar kemur að lífsgæðum einstaklinganna og þar með fjölskyldnanna. Þetta fyrirkomulag gagnast stærri heildum á borð við stórfyrirtæki og ríki til skamms tíma - til langs tíma tapa allir því með þessu móti brennur fólk út, verður líkamlega og andlega veikar fyrir = lífsgæði minnka. Ég veit ekki rassgat um hagfræði en ég rek heimili, er foreldri og hef augu og eyru og svona lítur þetta út fyrir mér.

Nú skal ég segja ykkur hverju og hverjum er um að kenna. Nefnilega hægri stjórn undanfarinna allt of margra ára með nýfrjálshyggju sjónarmiðin sín ástkæru að vopni. Þetta vel meinandi fólk veit bara ekki betur. Það heldur til dæmis greinilega að hægt sé að malla gull úr skít. Það heldur að með því að svelta grunnskólastigið og gjörnýta starfsfólkið þar fyrir sem fæstar krónur sé hægt að byggja upp menntastefnu á efri skólastigum og vaða uppi með hugmyndir um að Íslenskir háskólar verði með þeim bestu í heiminum.

En að lokum vil ég segja það, og kannski vegna þess að á síðu bloggvinar míns sem ég minntist á hér að ofan var eitthvað verið að ræða ímynd kennara og almenningsálit, að við - ég og þú - getum haft áhrif. Það getur nefnilega bara hver maður breytt sjálfum sér. Við getum lagt það í vana okkar og beinlínis ákveðið að láta börnin okkar aldrei heyra okkur tala illa um skólann sem stofnun eða fókið sem þar starfar. Við getum líka vanið okkur af þeim ósið að fárast yfir fríum og einhverju sem við höldum að sé svona og hinsegin í skólastarfinu (hér þarf ég að taka mig á). Við getum samnefnst um það að láta okkur nokkru varða kjör þeirra sem sinna börnunum okkar. Þannig stöndum við vörð um hag heildarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Ég trúði ekki eigin augum þegar ég sá hvað kennarar hafa í laun. Held reyndar að ein aðalástæðan sé sú að kennsla er kvennastarf...

Góður pistill. 

Kolgrima, 7.3.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Takk fyrir frábæran pistil

Heimir Eyvindarson, 10.3.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 56217

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband