Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
7.11.2008 | 08:41
Skrýtið að vera svona gjörsamlega óþarfur
Stofan hjá okkur er á hvolfi. Þar úir og grúir af fötum og fylgihlutum, snóbrettum og brettabúnaði, bakpokum, gíturum og skóm.
Stóra barnið mitt er á förum til Austurríkis í hálft ár og það þarf margt að hugsa og framkvæma áður en farið er. Það þarf að útvega sakavottorð, farseðla á milli staða í flugi og með lestum og fylla út umsóknareyðublöð fyrir hin og þessi námskeiðin; þýskunámskeið, snjósleða, snjóflóðavarna, leiðsögumanna og eitthvað fleira sem ég veit ekkert um.
Málið er bara að hann hefur enga þörf fyrir mömmu sína í þessu ferli. Meira að segja reynir hann ekki að fá hjálp hjá mér við útfyllingu þýskra eyðublaða - en það er nú kannski af því að hann hefur eitthvað lært af reynslunni þetta skinn.
Svo maður bara lætur lítið fyrir sér fara, kemur með eina og eina athugasemd um hvað þetta verði nú skemmtilegt allt saman, hvað það verði mikil upplifun að vera einn á jólunum í ókunnugu landi og spennandi að lifa nýja jólasiði, og hvað það skipti miklu máli að leggja enskunni og nýta tækifærin sem tungumálakunnátta færir manni.
Þess á milli reynir maður að hafa eitthvað ætt í matinn dag eftir dag og spyr sig yfir pottunum hvort það geti virkilega verið að gullna takmarkinu sé náð - að gera sjálfan sig óþarfan
Vonandi - en þetta er skrýtið!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 08:50
Skammastu þín Þorgerður Katrín!
Nei ég er ekki í óþægilegri stöðu! Segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra spurð út í græðgina í þeim hjónum henni og handboltahetjunni.
Nei einmitt - og ég er 170 sm. á hæð með dökkt, þykkt, sítt hár, tágrönn og frábærlega góð í öllum íþróttum!
Það þýðir ekki fyrir Þorgerði að dreypa á kokteil með krúttum og skarta afabol við upphlutinn sinn húfulausan núna.
Djöfulsins örlaga helvítis ósvífni er til í þessu landi - og fíflið ég hélt alltaf að Þorgerður Katrín væri eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem mér væri óhætt að hafa mætur á.
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 17:21
Bara get ekki að þessu gert!
Stjörnuspáin mín í Mogganum segir eitthvað á þá leið að ég muni vera sérlega heillandi í dag.
Það er kannski þess vegna sem 400 gr. af dásamlegu handlituðu og handspunnu chileísku ullargarni elti mig alla leiðina heim.
Get bara ekkert að þessu gert ...........
..........it´s written in the stars
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 08:43
Ert þú lykilstarfsmaður?
Það er nú svona eitt og annað sem maður þarf að spyrja sig á þessum síðustu og verstu tímum.
Ein þeirra spurninga er augljóslega: Er ég lykilstarfsmaður?
Tja, nú veit ég ekki hvernig litið er á yfirsetu á listasöfnum. Efast einhvern veginn um að í þjóðhagslegu samhengi geti slíkt talist til lykilstarfa. Hins vegar er ekki alveg loku fyrir það skotið að ég gæti mögulega talist til lykilstarfsmanna Listasafns Árnesinga.
Ég meina ég er með lykla!
Í Mogga dagsins er sagt frá stjórnarmönnum og öðrum lykilstarfsmönnum sem fengu sérmeðferð hjá bankanum í viðskiptum með eitthvert klink í hlutabréfaviðskiptum í fyrirtækinu. Ekkert náttlega til að vera neitt að missa sig yfir þótt þetta hafi verið nákvæmlega á sama tíma og ég var við það að gefast upp á að vinna hjá kompaníinu fyrir u.þ.b. 146.000 krónur í grunnlaun á mánuði (og var víst stórlega yfirborguð var mér sagt - sjálfsagt af því að ég var svo mikill lykilstarfsmaður, eða...?) og því að þurfa að vinna óumbeðna yfirvinnu á hverjum einasta guðsvolaða vinnudegi.
Þetta kannski er bara móðursýki í mér eins og öllum sem ekki segja já og amen við hverju sem er.
Verð samt að segja það að ég átta mig ekki alveg á samhenginu í því hvernig ein ritaradrusla gat læðst inn á þennan lista góðgæðinga bankans.
Mér þætti gaman að sjá lyklakippuna hennar!
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2008 | 12:37
Hvergerðingar! Kominn tími á jólaröflið
Langar bara að minna ykkur á það ágætu Hvergerðingar að þótt þjónustuaðilar séu fáir í Hveragerði þá má þó ýmislegt fá hér í bæ.
Ég hef haft það fyrir grundvallarreglu að kíkja í búðir í Hveragerði í jólainnkaupunum áður en ég fer nokkuð annað. Ef það dugir ekki (sem það gerir auðvitað ekki) fer ég næst á Selfoss.
Þetta er mjög einfalt. Við viljum og þurfum að hafa einhverja þjónustu í bænum og ef við ekki styðjum við það litla sem er þá leggst það af. Það að auki greiða þessi örfáu fyrirtæki sína skatta til bæjarins og ekki veitir nú af.
Árborgarsvæðið er svo okkar næsti þjónustukjarni sem á líka í stöðugri samkeppni við höfuðborgarmarkaðinn.
Svo þetta virki ekki bara sem innantómt röfl ætla ég að gefa ykkur nokkur dæmi:
Lilja Guðnadóttir snyrtifræðingur í Dynskógunum er ekki bara snyrtir heldur líka nuddari. Hún er bæði hæfileikarík og gefandi kona sem ég óska mér svo sannarlega að fá gjafabréf hjá um hver jól. Snyrtivörurnar sem hún selur eru franskar hágæðavörur og hún á alltaf flottar gjafaöskjur fyrir jólin. Svo selur hún hitapúða með kirsuberjasteinum sem þarf aðeins að skutla í örbylgjuofninn í augnablik.
Karlinna Sigmundsdóttir líka í Dynskógunum er frábær nuddari og selur gjafabréf.
Harpa Dís Björgvinsdóttir í Heiðmörkinni er svo þriðji nuddarinn.
Það fæst eitt og annað í Blómaborg svo sem skreytiefni fyrir jólin, gjafavara, leikföng og tilbúnar skreytingar. Verðið er ekki hátt miðað við aðra. það var það einu sinni en er það ekki lengur.
Á Heilsustofnun NLFÍ er verslun sem selur eitt og annað. Náttsloppar, náttföt, íþróttafatnaður, inniskór, slæður, treflar, töskur................
Apótekið selur snyrtivörur fyrir bæði kynin, snyrtitöskur, spegla og fleira í þeim dúr.
Hannyrðabúðin á mesta úrval í landinu af útsaumsvörum handa ömmum og móðursystrum plús garn og græjur.
Hrönn Waltersdóttir smíðar og selur úr gleri, keramík og silfri. Silfrið hennar er margt mjög skemmtilegt. Ég kaupi líka oft ákveðið gler hjá henni sem hún hefur útfært í nokkrum gerðum og slær alltaf í gegn. (áferðin á því er eins og olíubrák eða skel)
Að lokum langar mig að minna ykkur á að versla bensín hjá Villa þótt það kosti nokkra þúsundkalla í viðbót á ári. Hann veitir alltaf frábæra þjónustu og er eini bensínsalinn í bænum sem borgar skattana sína hér.
Gleðileg jól svona fyrirfram
xxx
Fía litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2008 | 11:39
Guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir!
Fréttir af örtröð í ÁTVR í gær vekja með mér spurningar um það hvort þessari þjóð sé viðbjargandi.
Sú staðreynd að verð á um það bil helmingi tegunda í Ríkinu mun hækka um skitin 5% verður til þess að fólk stendur í biðröðum með heilu innkaupakerrurnar af áfengi í því skyni að spara sér óþarfa kostnað vegna verðhækkana.
Er þetta málið?
Er fólki sem hefur þessa forgangsröð viðbjargandi?
Á yfirleitt að vera að eyða gasi í að hjálpa upp á þetta samfélag?
Er kannski bara best að láta hér allt fara til helvítis í eitt skipti fyrir öll?
Borgar sig kannski til lengri tíma litið að láta þær kynslóðir sem hafa verið aldar upp í alsnægtum fá alvarlegan skell núna og bragða á súrum berjum fátæktar og vekja þannig með þeim sjálfsbjargarviðleytnina sem hingað til hefur að mestu snúist um sjálfhverfni og óheiðarleika áborð við það að stela efni á netinu eins og til dæmis tónlist og myndefni í stað þess að greiða fyrir eins og heiðvirðum borgurum sæmir? Aðra viðleytni hefur þetta fólk ekki þurft að sýna því það hefur allt verið lagt upp í hendurnar á kynslóðinni sem verður því miður að teljast mín eigin kynslóð að einhverju leyti, yngri systkini okkar og svo auðvitað börnin okkar.
Er ekki eitthvert samhengi á milli þess að þeir ungu menn sem hafa átt stóran þátt í einhverju mesta viðskiptaævintýri sem um getur á byggðu bóli eru af fyrstu eða annarri kynslóðinni sem þurfti ekki að fara í sveit, á sjóinn, vinna í frystihúsi eða grafa skurði?
Verða ekki allir sem höndla með peninga að skilja og vita sannarlega hvernig eiginleg verðmætasköpun fer fram, hvernig peningar geta ekki orðið til nema að baki þeim liggi einhver áþreifanleg verðmæti?
Jú auðvitað!
Er ég hlægilega afturhaldssöm eða gamaldags í hugsun kannski að tala um þetta með þessum hætti?
Já örugglega!
Eru nýríkir auðvirðilegastir allra ríkra?
Já svo sannarlega!
Eru nýríkir Íslendingar sælir að meintri auðsöfnun sinni um þessar mundir?
Nei - það er hlegið að þjóðinni og henni hugsað gott til glóðarinnar víða um heim - slikt er ekki hægt að laga nema með heilindum, dugnaði og iðrun.
Er rétt að hjálpa þessu fólki upp á lappirnar sem ekki sýnir minnstu viðleytni í þá átt að hjálpa sér sjálft heldur hegðar sér eins og skyni skroppnir fávitar og bíður eftir að einhverjir aðrir bjargi því sem bjargað verður?.....................
xxx
Fí litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar