Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ef þetta er ekki þjóðfræði..........

Hún Sædís vinkona mín sendi mér þessi skemmtilegheit í tölvupósti í dag.
Þetta er nákvæmlega það sem gerist í þrengingum, fólk grínast með erfiðleikana og á Íslandi oftar en ekki í bundnu máli þótt vitanlega sé misdýrt kveðið

Hérna koma svo þessar þrjár vísur; Sú fyrsta fjallar um dýrtíðina:

Af volæði víbrar allt hverfið
því verðbólgan reynist svo erfið
en langi nú fólk
í lítra af mjólk
það lofsyngur raðgreiðslukerfið.

(Hér er svo vísað í þjóðsögurnar):

Sorrí landar súpa hel
og sumar stoðir fúna
en Davíð fitnar feikivel
á fjósbitanum núna.

Og svo þessi sem var látin fylgja mynd af Davíð, Geir og Árna litla Matt keyra út í nóttina eftir örlagaríkan fund í skjóli myrkurs:

Í dauðasæti dormar Geir
Davíð undir stýri.
Á kreppuvagni keyra tveir
kettir út í mýri.

xxx
Fía litla


Það sem ekki fæst keypt

Þegar allt kostar orðið allt of mikið þá er ekkert betra en að hugga sig við það sem ekki fæst keypt en er þó verðmætast af öllu í veröldinni - átsvinina, kærleikann og þakklætið.

Þegar þú átt ekki peninga skaltu..........

..........spila á spil við maka og börn og finna hvernig kærleikurinn liggur í loftinu

..........baka brauð, leyfa krökkunum að taka þátt og þakka fyrir fína bakarofninn þinn

..........fara í bað, kveikja á kertum, hlusta á tónlist og þakka fyrir heita vatnið

..........loka augunum og rifja upp eitthvað sérstaklega ánægjulegt og þakka fyrir það að hafa lifað góðar stundir

..........fara í göngutúr með sjálfum þér eða fjölskyldunni og þakka fyrir heilsuna

..........fara í göngutúr með sjálfum þér og finna kærleikann sem býr í náttúrunni allt í kringum þig

..........leggja fallega á borð, borða hægt og brosa við borðfélögum þínum

..........nota tímann til að elska, njóta og þakka

xxx
Fía litla


« Fyrri síða

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 56308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband