Leita í fréttum mbl.is

Þjónustulund takk!

Allir þeir sem veljast til starfa hjá hinu opinbera ættu að mínu viti að skrifa undir sérstakt þjónustulyndisloforð.

Við, þegnarnir, sem erum bæði kaupendur og seljendur þeirrar þjósustu sem hið opinbera innir af hendi höfum ekki beinan tillögurétt um ráðningu eða brottreksturs þessara aðila nema að mjög litlu leyti og verðum því að treysta á að til þess ráðnir aðilar vandi sitt verk við að velja í störfin.

Þegar svo ráðið hefur verið í mikilvæga stöðu eins og segjum þjónustufulltrúa hjá Íbúðarlánasjóði eða ráðgjafa hjá Tryggingastofnun, erum við undir þjónustulund eða -vilja viðkomandi einstaklings seld.

Öðru máli gegnir í einkageiranum

Tökum dæmi:

Einu sinni sat ég á biðstofu eyrnalæknis nokkurs í hátt á annan klukkutíma framyfir minn bókaða tíma með öskrandi krakka í fanginu. Þessi sami barnungi hafði þá öskrað allar nætur í nærri tvö ár svo ég var öllu vön í þeim efnum en dauðþreytt og vonlítil auðvitað. Þetta var frekar óþægileg staða og ég hugsaði lækninum þegjandi þörfina fyrir að láta mig bíða svona lengi.

Þó ákvað ég að þreyja þorrann og loks kom að því að við vorum kölluð inn. Þar hélt barnið auðvitað áfram að hrína. Lækninum mislíkaði það geinilega eitthvað svo hann hastaði fýlulega á þann sem orgaði.

Þá var mér einfaldlega nóg boðið - rauk upp úr stólnum, hrifsaði af honum krakkann og jós því yfir hann að sennilega stigi hann ekki í vitið þar sem hann héldi augljóslega að hann væri guð. Ég hins vegar vissi að hann væri það ekki heldur aðeins þjónustuaðili og héreftir myndi ég svo kaupa þessa þjónustu annars staðar. Við það skellti ég hurðinni, strunsaði fram í afgreiðslu og sagðist ekki borga fyrir ekki neitt.

Af hverju er ég að segja ykkur þessa eldgömlu og ekkert merkilegu sögu?

Jú af því að í þessu tilfelli pantaði ég bara tíma hjá öðrum lækni þar sem ég fékk ekki góða þjónustu hjá þeim fyrri.

Það aftur getum við ekki gert ef um opinberar stofnanir er að ræða eða embættismenn. Þá verðum við að treysta því að viðkomandi aðilar hafi til að bera viljann til að þónusta okkur sem best - gæta okkar hagsmuna - nú eða kyngja því ef auðsætt þykir að slíkt sé ekki fyrir hendi.

Við höfum ekkert val - þess vegna verðum við reið og örg og vansæl eins og vansvefta mæður þegar við horfum á fréttirnar þessa dagana. Við sjáum ekki að fólkið í sætunum og stólunum sé að þjónusta okkur - fólkið, þjóðina!

Er nema von að menn strunsi út............

xxx

Fía litla

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir málfræði leiðréttingu, en þetta var viljandi gert.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 16:34

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Það var einkennilegt - þó ekki einkennilegra en færslan sjálf. Við þurfum að muna það sem Max Weber félagsfræðingurinn sagði að vinnuafl er meira en bara vinnuafl, það er nefnilega líka FÓLK. Við viljum láta taka vel á móti okkur í útlöndum ekki satt en svo vilja þú og fleiri velja hér inn fólk. Virkar bara ekki.

Við Íslendingar verðum að reyna að passa okkur að kafna ekki úr frekju!

Soffía Valdimarsdóttir, 8.9.2009 kl. 17:53

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég þekki líka ýmsar sögur, nenni samt ekki að telja þær upp hér, en þú mælir rétt!

Rut Sumarliðadóttir, 9.9.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband