Leita í fréttum mbl.is

Gaman saman!

Bærinn minn er að verða rauður, bleikur og blár.

Ekki það að hann hefur löngum verið blár - en það er önnur saga.

Einu sinni var ég minni en ég er núna og vó líka minna. Þá héldum við Hvergerðingar enga bæjarhátíð en við héldum Blómaball einu sinni á ári. Löngu áður héldum við lista- og garðyrkjumannaball af því flestir íbúar þorpsins voru slíkir.

En svo þurftum við að gera eins og allir hinir og nú höldum við kaupmannahátíð a la kapítal - verulega global og alls ekki neitt lengur local. Nú þarf að borga 5000 kall fyrir að vera með bás á markaðnum. Tek ekki þátt í ár. Ég á bílskúr!

Við auglýsum og viljum fá sem flestar krónur í bæinn. Fullkomlega skiljanlegt alveg hreint, en ekkert local eða krúttlegt við það.

Brottfluttir koma ennþá á þessa hátíð. Ég sá Viffa til dæmis í morgun. Hann var að koma úr bakaríinu með vínabrauðslengju handa pabba sínum og mömmu sjálfsagt. Mér fannst gaman að sjá hann.

En hversu langt er í að Viffi nennir ekki að koma lengur vegna þess að hann hittir ekki lengur gömlu þorparana því þeir verða flúnir í Kolaportið eða á Þingvelli eða eitthvað þessa helgi?

Ég dragnast með í brekkuna á laugardagskvöldið af því að ég á börn sem finnst þetta mikilvægt. Ekki svo að skilja að þau sitji hjá mér - nei, nei - þau eru einhvers staðar að kaupa candyflos eða risasleikjó eða ljósaeyrnalokka eða...........En það get ég alveg sagt ykkur að þegar helvítis mannfýlan hann Árni Johnsen verður fenginn í brekkusönginn þá er það búið.

Þess verður sjálfsagt ekki langt að bíða......

xxx

Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband