11.8.2009 | 08:52
Jæja, svo þið eruð svona grínfull í dag!
Ekki alveg að gera sig kannski þessi hugmynd að henda köllum út á kaldan klakann eða hvað?
En svona grínlaust þá koma mér í hug tvö eða mögulega þrjú kvenmannsnöfn íslensk þegar ég spái í hrunið sem við eigum eftir að eyða áratugum í að krafsa okkur upp úr. Restina eiga karlar, alveg aleinir og skuldlausa í þokkabót- eða þannig.
Svo get ég alveg látið mér detta í hug konur sem hefur verið hlegið að og þær taldar móðursjúkar þegar þær hafa viljað malda í móinn með það hvernig samfélaginu hefur verið stýrt og almannahagsmunir látnir reka á reiðanum.
Jónína Ben er til dæmis ein. Hún hefur vissulega sérstakan stíl sem ekki er allra en það réttlætir alls ekki það hvernig sú kona hefur verið smánuð og lögð í einelti hreinlega. Þar hafa karlar róið undir en konur hafa svo sannarlega tekið fullan þátt - svo öllu sé nú haldið til haga.
Að lokum langar mig að segja í dag og þá líka alveg grínlaust, að ég held að þótt allrar sanngirni sé gætt þá séu það hvítir miðaldra karlmenn, mátulega menntaðir, vel efnaðir, misjafnlega ofmetnir af störfum sínum og velflestir af vestrænum uppruna, sem eiga næstum allt sem hægt er að eiga í þessari veröld og stjórna þá um leið því hvernig lífið gengur sinn gang fyrir okkur hin.
Svona illa væri ekki komið fyrir okkur hér á litla Íslandi ef konur réðu í ríkari mæli.
Það er einlæg sannfæring mín.
Ef það hlægir ykkur, þá það......
xxx
Fía litla
Es. þetta er skrifað við hljómþýðan róm systursonar míns, Sigurðar Heiðars sem situr inni á gólfi í legó-fótboltaspili og raular mamma mia. Ekki orðinn karlpungur enn og verður aldrei svo lengi sem frænka hans fær einhverju ráðið.
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
810
-
leifurl
-
latur
-
hjolaferd
-
birgitta
-
katrinsnaeholm
-
vefritid
-
ragnarfreyr
-
dofri
-
halkatla
-
svavaralfred
-
kolgrima
-
svala-svala
-
helgafell
-
bjarnihardar
-
brell
-
salkaforlag
-
brjann
-
gattin
-
brandarar
-
ebbaloa
-
eddabjo
-
kokkurinn
-
gudmundurhelgi
-
hallarut
-
snjolfur
-
disdis
-
holmdish
-
haddih
-
kreppan
-
jenfo
-
larahanna
-
lillagud
-
loaloa
-
rutlaskutla
-
klarak
-
vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.