27.7.2009 | 10:19
Vill einhver eiga 41 árs gamla konu?
Nú er svo komið að ég er pólitískt munaðarlaus kona.
Ég er félagshyggjumaður, hlynnt jöfnuði í bland við þá sjálfsögðu kröfu að menn njóti í meginatriðum erfiðis síns í réttu hlutfalli við framlegð og ég veit ekki betur en ég sé líka feministi.
Ekkert af því sem er í gangi í íslenskum stjórnmálum í augnablikinu fullnægir þessum kröfum mínum. Það eru reyndar ennþá innan um einstaklingar sem ég get bæði verið sammála um margt og þá um leið treyst til stórra verka.
Hins vegar er flokkakerfið með þeim hætti að einstaklingar skipta litlu sem engu. Raddir þeirra fáu sem mögulega er hægt að kalla hugsjónafólk drukkna í stefnuyfirlýsingum og tilheyrandi vanefndum á þeim frá degi til dags.
Í grundvallaratriðum liggur vandinn í því að ég skil ekki lengur hver stendur fyrir hvað og hverjir ætla að standa við hvað og þá ekki heldur hvað stendur til að svíkja.
Mér sýnist ég verða að skila auðu í næstu kosningum (já það hljóta að fara að bresta á kosningar).
Allt er á hvolfi í mínu pólitíska sálarlífi í augnablikinu. Til dæmis get ég sagt ykkur að sennilega verð ég að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu bæjarstjórnarkosningum í Hveragerði.
Já, ég sagði Sjálfstæðisflokkinn.
Þannig háttar nefnilega til á þeim bæ að bæjarstjórinn okkar, Aldís Hafsteinsdóttir, er nákvæmlega manneskjan sem ég vil hafa þar sem hún er núna. Öll aðkoma hennar að bæjarmálum upp á síðkastið vitnar um djúpstæðan skilning á því hvað það er sem lítill svefnbær á borð við Hveragerði þarf á að halda til að geta þrifist. Menning og aftur menning er það sem málið snýst um. Fáir ef nokkrir sem staðið hafa í bæjarpólitíkinni í Hveragerði svo lengi sem ég man hafa haft jafn heilbrigða sýn á það sem Hveragerði er og þarf að vera. Nefnilega garðyrkjubær og heitur reitur - í víðum skilningi.
Ég vona svo sannarlega að ekki komi til þess að ég þurfi að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í landsmálin líka til þess að landið mitt verði ekki gert að útnáradeild í Evrópuskrýmslinu. Sú stofnun stefnir hraðbyr að því að gera Evrópu að eins konar sambandsríki með vaxandi miðstýringu.
Dugi þetta ekki til að skýra hversu týnd ég er þá veit ég ekki hvað ég get gert meir.
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú átt alla mína samúð Soffía mín og það er eflaust mörgum eins innanbrjósts og þér..á endanum munum við velja okkur fólkið sem við treystum til góðra verka sem lætur verkin tala óháð gamaldags flokkslínum....enda virðat þær heldur betur vera að riðlast.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.7.2009 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.