Leita í fréttum mbl.is

Getur það verið ?

Vitiði, ég er nú bara svo mikið kjánaspott að ég trúi því að þegar fjöldinn leggur saman hugi sína þá geti hlutir gerst.

Eins og til dæmis þegar múgurinn kveikir á óteljandi mörgum kveikjurum á tónleikum og ástin og samhyggðin verður þykk og áþreifanleg allt um kring, allir viðstaddir draga til sín kraftinn og hughrifinn í gegnum andardráttinn og svitaholurnar. Þeir sem ekki eru með kveikjara eru fljótir að gleyma því og færa hendurnar upp líkt og þeir væru með sjálfan ólympíueldinn og vildu fátt annað frekar á þeirri stundu en að leyfa öllum að njóta ylsins og birtunnar af honum með sér.

Svona gerðist það að Ísland og Íslendingar urðu að beiningarmönnum og ómerkingum haustið 2008.

Þá var fjöldi þess fólks sem mat eigin hagsmuni og völd meir en hagsmuni þjóðarinnar orðinn svo mikill að hlutir tóku að gerast. Eldarnir sem sá fjöldi kveikti brenna nú upp heimilin og fyrirtækin í landinu.

Óheilindin, valdasóttin og peninngagræðgin tóku að móta hægt vaxandi spíral sem skrúfaðist niður í lægstu lægðir mennskunar þar sem ljótt hittir fyrir ljótt og útkoman getur ekki orðið önnur en eyðilegging og eymd.

Þetta ferli var löngu byrjað. Við höfum margar vörður að líta til ef við viljum rekja slóðina aftur á bak.

Ein er sú sem reis og hverfur aldrei úr íslensku landslagi, þegar tveir einstaklingar ákváðu fyrir hönd allra Íslendinga að þeir skyldu gerast aðilar að svívirðilegri styrjöld gegn varnarlausri alþýðu í annarri heimsálfu svo vinir þeirra í vestri fengju þá olíu sem þeir girntust.

Önnur var hlaðin þegar örfáir valda- og peningasjúkir einstaklingar ákváðu að selja vinum sínum og vildarmönnum þjóðareignir á borð við bankana fyrir smáaura, því þeim fannst svo gaman að geta með því snuprað óvildarmenn sína og pólitíska andstæðinga sem þóttu orðið helst til umsvifamiklir á viðskiptasviðinu.

Ennú ein reis svo hleðslumönnunum til ævarandi háðungar þegar formenn tveggja stærstu stjónmálaflokkanna þá um stundir ákváðu að stjórna bara landinu okkar tvö ein - leyfa kannski veika manninum í Svörtuloftum að vera með á bak við tjöldin en engum öðrum. 

Þau rúluðu og drottnuðu, töluðu ekki við hlutaðeingandi embættismenn eins og til dæmis ráðherra bankamála á sínum tíma og fóru svo bara í einkaþotu út í heim að ljúga að útlendingum að allt væri í stakasta lagi hér heima þegar eldarnir voru í raun kviknaðir.

Ykkur er alveg guðvelkomið að mistúlka þá hugmynd mína og efast um geðheilsu mína líka þegar ég segi: Gæti það hreinlega verði einhvers konar forsjá eða náttúrlegt mótvægis-element sem var að verki þegar allt þetta vesalings fólk fékk alvarlega sjúkdóma sem kippti því út af borðinu þegar allt kraumaði og sauð?

Nei, ég er ekki að tala um guðlega refsingu! Ég er kannski geðveil en ég er ekki fáviti!

Getur ekki verið að nógu margir hafi hreinlega verið með sinn kveikjara á lofti heima í stofu í ástarbæn til Íslands og samferðafólks síns svo að svo fór sem fór?

Allt þetta fólk lifir jú og mun vonandi lifa góðu lífi áfram - utan stjórnsýslunnar takk! En því var sannarlega kippt út á ögurstundu. Það er tæplega tilviljun.......... (þau ykkar sem viljið endilega misskilja mig og væna þá væntanlega um að óska fólki ills, gjörið svo vel - það skrifast á ykkar eigin takmarkanir ...).

Getur ekki bara verið að við, fólkið, höfum verið að verki án þess að vita það?

GEÐVEIKAR ástar- og saknaðarkveðjur

xxx

Fía litla  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband