19.3.2009 | 08:52
Oft ratast kjöftugum.......
Nú sagði formaður Framóknarflokksins nákvæmlega það sem við hugsum svo mörg en færri þora að segja.
Samfylkingunni er ekki treystandi!
Að hún sé loftbóla er hins vegar ekki rétt. Þær springa jafnan og hætta þannig að vera til. Samfylkingin mun vissulega springa fyrr eða síðar en hún mun ekki hætta að vera til. Hún hefur verið til lengi og heitið ýmsum nöfnum. Það mun hún gera áfram.
En satt og rétt sagði karlinn þegar hann sagði VG heiðarlegri og traustari í viðræðum en sósíal-demókratana í Samfylkingunni sem annað hvort skilja ekki muninn á hugmyndafræði félagshyggju og frjálshyggju eða þykjast ekki skilja hann. Í öllu falli má vart á milli sjá hvoru megin mannskapurinn hallar sér að kveldi.
Einstaka fólk innan flokksins er vissulega traust.
Jóhanna Sigurðardóttir fer það fremst. Ég myndi treysta henni fyrir börnunum mínum any time!
Össur Skarphéðinsson er líka traustur. Ég sé það í augunum á honum. Í honum býr eldur sem hann á erfit með að hemja stundum. Það líkar mér vel í fari fólks. Það er lifandi. Sumum finnst hann hlægilegur, mér finnst hann mannlegur.
Björgvin G. er líka traustur en hann er svolítið naív. Atburðir undanfarinna missera munu þó herða hann. Ég spái því að hann verði í forsvari jafnaðarstefnumanna á Íslandi innan fárra ára.
Lúðvík Bergvinsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Árni Páll, Ingibjörg Sólrún eru hins vegar mannskapur sem ég treysti alls ekki. Þau eru ólík en deila þeim eiginleika að vera óútreiknanleg, annað hvort í stefnufestu sinni eða stefnuleysi. Almannahagsmunir koma þar hvergi við sögu nema síður sé.
Famsóknarkúturinn kann svo sannarlega að trilla fram dúllur við öll tækifæri.
Nú þyrfti bara einhver að kenna honum að prjóna fullorðins.
xxx
Fía litla
Samfylkingin „loftbóluflokkur“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mikið til í orðum Sigmundar, í Samfylkingunni ríkir mikil vöntun á heiðarlegu fólki og val Samfylkingarinnar í Kraganum að leiða Árna Pál til forustu eru mikil mistök fyrir flokkinn, samherjar hanns treysta ekki einusinni þessum lögfræðing. Þessi myndarlegi maður er svo gjörsneiddur persónutöfrum sem hugsdast getur, fyrir síðustu kosningar hittum við hjónin Árna Pál fyrir tilviljun þar sem hann var berjast í prófkjöri og gaf hann sig á tal við okkur, það var sérstakt að hann horfði aldrei framan í okkur á meðan hann talaði við okkur. Fyrir mér var þetta maður sem geymdi óheilindi í huga sínum.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 09:10
Samfylkingin er hjörð á refilstigum - rammvillt!
Soffía Valdimarsdóttir, 19.3.2009 kl. 09:18
Ein af þeim manneskjum sem nefndar eru í pistlinum varð til þess að ég gerðist harður andstæðingur samfylkingar er ISG, en þetta gerðist þegar hun var kjörinn formaður flokksins.
Það var/er eitthvað við hana sem virkar svo asskoti fráhrindandi. Ég persónulega hefði kosið Össur á sínum tíma en ég var/er ekki í flokknum þannig að ég fékk engu um það ráðið.
Jóhanna er hinsvegar traustsins verð og styð ég hana, hún er hrein og bein, klár manneskja. Loftbólur er hinsvegar að finna víða í pólitíkinniog er Framsóknarflokkurinn ekki undanskilinn. Að heyra formanninn þeirra koma með svona er eins og að hlusta á mann sem hefur ekki kynt sér fortíð flokksins síðustu 18 ár, 18 ár í sukki og svínaríi.
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 19.3.2009 kl. 09:40
Jóhanna blífur, ég myndi líka treysta henni fyrir mínum börnum. Og geri það bókstaflega ef ég kýs hana.
Rut Sumarliðadóttir, 19.3.2009 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.