7.2.2009 | 10:06
Fígúran DO er tákn en ekki manneskja!
Er ekki erfitt að vera svona........eeh....heimskur?
Get bara eiginlega ekki þolað það þegar fullkomlega eðlilega innréttað fólk er að spila sig heimskara en það er.
Í því sambandi finnst mér mjög þreytandi að lesa stöðugt um meintan hefndarhug vinstri manna í garð Davíðs Oddssonar.
Það er deginum ljósara að persónan/manneskjan Davíð Oddsson er ekki til umfjöllunar nema í fáum tilfellum. Það er táknið Davíð Oddsson hins vegar bæði ótt og títt.
Hann er eða hefur með tímanum orðið persónugervingur þess ættrveldisbákns sem Íslendingar hafa reyndar lengi reynt að afneita, sérstaklega í síðari tíma álfa-krútta viðtölum við tónlistarmenn með lopahúfur og stóra hálsklúta.
Hvort sem okkur líkar betur eða verr hefur alla tíð ríkt á Íslandi stéttskipt valdskerfi sem byggir á ættarveldum og nú í seinni tíma æ meir á peningum. Sú tíð að ættarnafnið dygði eitt og sér til að afla mönnum stöðu og virðingar er kannski á undanhaldi frekar en hitt. Nú þarf peninga líka. Ákveðin mótsögn í því auðvitað að það skuli geta talist til hnignunar að ættartengslin dugi ekki lengur ein og sér - en það er bara svona skrítið og skemmtilegt þetta líf sem við lifum.
Það fyndnasta í þessu öllu saman er að kallinn er ekki hluti af þessu ættakerfi öllu saman nema í gegnum pólitík.
Hann er hins vegar mjög sterkur karakter og augljóslega hæfileikaríkur.
Svo skilst mér að hann sé mjög skemmtilegur maður.
En hrokinn er hins vegar aldrei langt undan sem er kannski sá löstur sem þetta tákn feðraveldisins ætti síst að næra og fóstra.
Orwell sagði að lágstéttirnar lyktuðu illa.
Það kann vel að vera en eigum við ekki að reyna að hrista af okkur heimóttugleikann og heimskuna?
Jú, er það ekki?
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
810
-
leifurl
-
latur
-
hjolaferd
-
birgitta
-
katrinsnaeholm
-
vefritid
-
ragnarfreyr
-
dofri
-
halkatla
-
svavaralfred
-
kolgrima
-
svala-svala
-
helgafell
-
bjarnihardar
-
brell
-
salkaforlag
-
brjann
-
gattin
-
brandarar
-
ebbaloa
-
eddabjo
-
kokkurinn
-
gudmundurhelgi
-
hallarut
-
snjolfur
-
disdis
-
holmdish
-
haddih
-
kreppan
-
jenfo
-
larahanna
-
lillagud
-
loaloa
-
rutlaskutla
-
klarak
-
vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það getur verið að DO hafi einhvern tímann verið fyndinn... samt man ég ekki eftir því en í dag er hann bara fúll brandari og það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður heyrir orðið hroki...
Brattur, 7.2.2009 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.