17.1.2009 | 13:00
Skrýtið........
.............hvernig allt verkast!
Nú má finna grein í Mogganum um það hvernig Hallgrímur Helgason rithöfundur geti jafnvel talist útrásarrithöfundur Íslendinga. þar er honum legið á hálsi að hafa á sama tíma hengt sig á auðmagnið og gagnrýnt framgang þeirra sem höndluðu það.
Mjög fyndið - eða það finnst mér.
Hingað til hefur hvorki múgurinn né elítan mátt vatni halda vegna mikilfengleik höfundarverks Hallgríms. Hann hefur bæði verið verðlaunaður og mærður af öllum sem vettlingi geta valdið undanfarin ár.
Samt er hann einhver ofmetnasti rithöfundur sem Íslandi hefur getið af sér til þessa.
Ekki vil ég manninum Hallgrím nokkuð annað en gott. Þess vegna hefur mér fundist voðalega vont að hlusta á þennan mærðarkór. það er engum hollt að vera stöðugt sagt ósatt um sig og sína hæfileika.
Hallgrímur er ekki góður rithöfundur!
Verk hans eru meira eða minna ein alsherjar sjálfshátíð. Hann er alltaf að skrifa um sjálfan sig. Skoðanir hans eru svo allt um lykjandi að hvergi er þar nokkurt andrými að finna.
Afsakið en þetta eru bara slæmar bókmenntir - og það er fullt af fólki sem skynjar það.
En þetta er aldrei sagt opinberlega.
Reyndar sögðu fastagagnrýnendur Kiljunnar það bæði tvö að síðasta bók Hallgríms (heitir eitthvað um að hætta einhverju og fara að vaska upp !!!) væri langt í frá hans besta verk til þessa. Hvorugt sagði það beint út að þetta væri sorp. Sem þessi bók er, því miður - aðallega fyrir Hallgrím.
Ég hlustaði á upplestur höfundar einhvers staðar á Laugaveginum í Desember. Það var pínlegt. Ég er viss um að þessi maður þarf ekki að setja sig svona niður.
Ég hef hins vegar heyrt að hann sé fantagóður í myndlist.
Svo finnst mér hann skemmtilegur pistlahöfundur.
Grunar að hann gæti líka verið ágætis fyrirlesari - veit ekki alveg í hvaða geira samt.
En alla vega - fyndið hvernig allt verkast og velkist, hvernig eitt er best í dag og annað á morgun.
Þess vegna er það eina skynsamleg í stöðunni að gera á hverjum tíma aðeins það sem maður virkilega vill, þráir og hefur ánægju af. það er að segja að vera sjálfum sér samkvæmur.
Ég er viss um að þið hafið nú þegar áttað ykkur á því hvernig þessi speki tengist Hallgrími Helgasyni ................................................................
Eitthvað segir mér að þetta með útrásarvíkinga-samlíkinguna sé allls ekki svo fjarri lagi.
það er nefnilega svo margt sem bendir til þess að þessi glöggi og greindi maður hafi gleymt sér í því að selja sig og sínar hugmyndir í því ógnar árferði sem ríkt hefur á Íslandi.
Ég á auðvitað við að hann hafi skrifað til að selja en ekki til að seðja.
Þetta höfum við mörg verið að gera þótt svo við lifum ekki jafn opinberu lífi eins og til að mynda Hallgrímur.
Við eigum að hætta þessu, vera sönn á hverjum degi.
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 56440
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.