Leita í fréttum mbl.is

Heimur versnandi fer - eða kannski ekki?

Í dag tölum við mikið um íslenska þjóð, þjóðargjaldþrot, þjóðarskútuna og fleira sem byggir á hugmyndinni um heild sem markast af þjóðerni, þjóðlandi o.þ.h.

Fyrirbrigðið þjóð, þjóðríki og þjóðerni er alls ekki gamalt. Eiginlega eru rætur þess í frönsku byltingunni og Upplýsingu þeirrar sömu þjóðar á 18. öld.

Þá gætti ákveðinnar heimshyggju í hugmyndafræði Frakka og eins í Ameríku. Hugmyndir um jöfnuð voru hátt skrifaðar og áttu að verða hvati mikilla framfara í öllu tilliti þar sem menntun skipaði heiðurssess. Þannig voru soldið sömu hugmyndafræðilegu forsendur sem lágu að baki byltingarinnar í Frakklandi og sjálfstæðisyfirlýsingarinnar amerísku.

Hugmyndin var fögur og varð sannarlega hvati mikilla framfara en andsvarið var ekki langt undan.

Hugsuðir í Þýskalandi með Herder í fararbroddi vildu meðal annars í krafti öfundar í garð Frakka gera skýrari greinarmun á menningu ólikra hópa. Með umræðu þeirra á milli varð svo til eitthvað sem hefur verið kallað þjóðernishyggja sem byggir á grunnstólpum þjóðar og þjóðernis meðal annars.

Allir vita hvernig það fór allt saman.

Íslendingar öðluðust til að mynda sjálfstæði sitt í krafti hugmynda 19. aldar um þjóðríki og þjóðerni. Allt frá þeim tíma hefur vaxandi sérhagsmunahyggja og einstaklingshyggja ríkt í blandi við gríðarlega neysluhyggju sem hefst kannski með plastbyltingunni á þriðja áratug 20. aldar.

Einhvers staðar hérna í sögunni kemur svo fram fyrirbrigði sem venjulega kallast Heimsvæðingin. Það er bæði svo nálægt manni í tíma og eins og ekki síður svo óáþreifanlegt fyrirbrigði að ég á erfitt með að skynja það. Spekingarnir segja að hún markist af kannski umfram annað þeim hraða sem upplýsingar fara á um heiminn. Sannarlega fara upplýsingar hratt á milli staða en hvort það dregur úr mikilvægi landamæra og menningarlegum mun á milli þjóða efast ég stórlega um. Slíkt kann að hafa verið í spilunum á einhvejum tímapunkti en varð held ég aldrei neitt raunverulegt ástand. Þvert á móti held ég að það sé fyrir þó nokkru farið að skerpa á menningarlegum mun ef eitthvað er.

Núna er röðin hins vegar komin aftur að heildarhyggjunni eða heimshyggjunni eins og vaninn er að kalla hana þegar hún ríkti á 18. öld. Svona rúllar hugmyndaboltinn í gegnum aldirnar og verður ekki stöðvaður. Enda ekki ástæða til.

Mér þykir bara svo forvitnilegt að velta því fyrir mér af hverju öfgarnar í hvora áttina sem er þurfa alltaf að verða svo miklar sem raun ber vitni áður en boltinn fer að rúlla í nýja átt.
Hvenær skyldi koma að því að almenn rausæishyggja í bland við heilbrigt innsæi og umhyggju nái fótfestu í heiminum?
Hvenær skyldi boðskapur allra þeirra trúarbragða sem maðurinn hefur smíðað ná eyrum fólks í alvörunni?
Hvenær ætli náungakærleikur og meðalhóf komist í tísku?

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband