27.10.2008 | 09:59
Skrítinn draumur
Mig dreymdi svo einkennilega í nótt.
Ég var á gangi og kom að langri brú yfir að því er mér fannst Ölfusá. Útundan mér sá ég tvo smástráka leika sér. Þegar ég var komin svo sem eins og miðja vegu á brúnni sá ég að leirljós hestur stekkur út í ánna. Þegar ég kíki ofan i vatnið sé ég strákana tvo. Áin var grunn og tær svo ég sá vel til þeirra. Þeir virtust vera að sökkva. Ég hljóp af stað en bölvaði því um leið að nú myndi sennilega rakna af prjónunum það sem ég var að prjóna á göngunni. Stakk mér út í og synti í átt til strákanna sem flutu til mín á móti straumnum. Þegar ég er rétt að ná til þeirra sé ég að annar hestur en sá ljósi er þarna líka. Þessi er dökkur og fylgir drengjunum eftir. Ég er komin alveg upp að strákunum og veit að mér muni takast að bjarga þeim þegar ég svo hrökk upp glaðvakandi.
Hver vill spreyta sig á þessum?
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
810
-
leifurl
-
latur
-
hjolaferd
-
birgitta
-
katrinsnaeholm
-
vefritid
-
ragnarfreyr
-
dofri
-
halkatla
-
svavaralfred
-
kolgrima
-
svala-svala
-
helgafell
-
bjarnihardar
-
brell
-
salkaforlag
-
brjann
-
gattin
-
brandarar
-
ebbaloa
-
eddabjo
-
kokkurinn
-
gudmundurhelgi
-
hallarut
-
snjolfur
-
disdis
-
holmdish
-
haddih
-
kreppan
-
jenfo
-
larahanna
-
lillagud
-
loaloa
-
rutlaskutla
-
klarak
-
vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ekki spurning, þú ert hafmeyja í hjartanu og þráir heitast af öllu að komast í sund núna;) Nei annars hef ég auðvitað ekki hugmynd og finnst þetta hálf krípí -þakka bara fyrir að vera búin að athuga með thailandsflugin og þau eru bæði lent heilu og höldnu í DK svo þetta er ekki fyrir einhverjum hörmungum með það.
Anna Sys (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 10:24
... já og í þínu fyrra lífi sem hafmeyja varstu örugglega sæhestahirðir
Anna aftur (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 10:34
Ok er krakkinn sem sagt lentur í Köben?!
Það er nú gott að börnin mín skuli eiga þig að Anna mín eins óhæf móðir og ég er - var sko ekki farin að tékka neitt á þessu..........
En sennilega er þetta rétt hjá þér með hafmeyjuhugmyndina...............
Soffía Valdimarsdóttir, 27.10.2008 kl. 10:34
...það er bara lykilatriði að hafa jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi..... ....Muhahahaha!
ps. ég sé að Kolbrún er komin á feisbúkkið
Anna Erla (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 10:45
Nákvæmlega og búin að senda mér áskorun um að koma líka - og Kristín og Sólhildur líka. Ég skráði mig áðan en hef ekki tíma til að setja þetta upp. Þú græjar þetta með mér litla sys........
Soffía Valdimarsdóttir, 27.10.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.