14.10.2008 | 13:07
Vont að vera ærulaus
Tilfinningalegar grunnþarfir hverrar manneskju óháðar tíma og rúmi eru: Öryggi, ástúð, virðing og traust.
Það sem hefur gerst í samfélaginu núna er að við höfum skyndilega verið svipt þeirri tilfinningu og trú að grunnþarfir okkar séu og verði virtar og uppfylltar.
Við getum ekki lengur treyst stjórnvöldum samanber það að nú virðist það vera að gerast að stjórnmálaflokkarnir tveir sem mynda sitjandi ríkisstjórn séu að skipta feitu bitunum í hinum nýju bönkum á milli flokksgæðinga sinna. Endilega kíkið á bloggið hennar Láru Hönnu og skoðið samantekt hennar um málið. Þið finnið hana hér í bloggvinadálknum.
Þetta er að gerast á sama tíma og fólk er að missa veraldlega sjóði sína og jafnvel eigur á borð við húsnæði. Að ég tali nú ekki um þá sem óttast um atvinnu sína líka.
Það vitnar ekki um virðingu gagnvart almenningi að á hann sé aldrei hlustað. Skoðanakannanir hafa sýnt vilja þjóðarinnar varðandi stjórn Seðlabankans. Við viljum hana út - núna!
En það er ekki hlustað og reynsluvísindin segja okkur að það verður ekki hlustað.
Þetta kann ekki góðri lukku að stýra.
Það er í raun örstutt síðan íslensk þjóð (já ég sagði þjóð, því fyrirbrigðið er sannarlega til þótt svo mikil tíska sé nú um stundir að afneita því) lifði í samfélagi blóðhefndar sem snerist í grunninn um mikilvægi þess að endurheimta ævinlega skerta æru í hverjum þeim deilum sem upp kunnu að koma milli manna.
Við skulum alls ekki gera lítið úr hefðum. Þær eru mun ríkari þáttur í þjóðarvitundinni en augljóst kann að þykja.
Íslendingar hafa verið sviptir ærunni -
Nú viljum við blóð!
En við erum ekki villimenn og því tilbúin til að sætta okkur við ígildi blóðs.
Davíð Oddsson burt úr Seðlabankanum væri fín byrjun!
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.