Leita í fréttum mbl.is

Burt með kallana!

Hvar eru: Jón Ásgeir, Hannes Smárason, Björgólfsfeðgar og Þorsteinn Már?

Ég bara veit það ekki. Veit hins vegar alltof vel að þeir eru ekki hér að taka til eftir sig og ég efast um að þeir séu að selja eignir í útlöndum til að koma með afraksturinn heim og takmarka skaðann sem þeir hafa valdið.

Hitt veit ég svo líka að Auður Capital er eina fjárfestingafélagið á Íslandi sem ekki er í djúpum skít. Þar eru konur við völd sem beita kvenlegu innsæi við daglegar ákvarðanatökur og stjórn félagsins.

Ég vil konur í allar meiriháttar stjórnunarstöður á Íslandi í náinni framtíð. Það veit sá sem allt veit að nóg er til af klárum konum í landinu.

Kona sem tekur að sér ábyrgðarstarf ann sér ekki hvíldar fyrr en hún hefur komist til botns í því hvernig best er að haga tilteknu verkefni. Hún leggur dag við nótt og tekur að lokum þá ákvörðun sem minnsta áhættu hefur í för með sér fyrir þá sem hún hefur sagst muni vernda og gæta.

Svona rekum við konur heimilin - svona á að reka hið opinbera.

Karlar eru ófærir um að stjórna nema meiriháttar aðhaldskerfi sé slegið utan um þá.

Því segi ég:
Burtu með kallana - inn með konurnar!

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur verið að þessum mönnum hafi verið stjórnað af konum og svo öfugt hjá Auði ? Nei ég bara spyr.

Guðmundur Erlingsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 56308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband