18.9.2008 | 17:33
Í nettu taugaáfalli!
Já ég get eiginlega ekki kallað það neitt annað.
Í gær var í móðursysturhlutverkinu og fór með skæruliðann í smábarnafimleika í íþróttahús Hveragerðisbæjar. Þangað hef ég ekki komið síðan ég neyddist til þess síðast. Það kann að hafa verið á þessari öld en þarf þó ekki að vera því svo háttar til með íþróttaiðkun minna barna að það er hvorki boðið upp á þeirra áhugasvið í bænum né er pláss fyrir þau í þessu helv...... íþróttahúss-rottuholu-ógeðs-greni sem við státum af Hvergerðinar.
Í stuttu máli sagt fékk ég nánast taugaáfall að koma þarna inn. Þvílíkur viðbjóður!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Klefarnir eru morknir, myglaðir, ryðgaðir, flagnaðir, fúnir, kaldir og sóðalegir. Klefahurðin (sem ég hafði varla lyst á að koma við nema með olnboganum) var brotin eða morkin að neðan svo í hana vantaði vænan bút. Andskotans skömm er að þessu!
Ég svitna við tilhugsunina eina saman að við skulum taka á móti öðrum íþróttafélögum á mót og þvíumlíkt. Man hvað mér fannst hræðilega leiðinlegt að fara á fótboltamót með þann elsta í þetta greni - og nota bene, það eru ein 8 eða 9 ár síðan hann hætti í fótbolta (sá yngri hefur nánast aldrei haft nein afnot af þessum hjalli - þeir hafa verið úti við langt fram á vetur og svo í Þorlákshöfn sem hefur aumkað sig yfir okkur aumingjana undanfarin misseri). Þá var þetta skítagreni en núna enn verra.
Ég hef leynt og ljóst ekki nennt að æsa mig neitt upp á síðkastið en þessi andskoti tekur út yfir allan þjófabálk!
Stenst þetta hús kröfur heilbrigðisyfirvalda?
Getum við girt sómatilfinninguna ofan í nærhöldin eitthvað lengur með þessi íþrótta- og tómstundamál í Hveragerði?
Hvað getum við gert?
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
810
-
leifurl
-
latur
-
hjolaferd
-
birgitta
-
katrinsnaeholm
-
vefritid
-
ragnarfreyr
-
dofri
-
halkatla
-
svavaralfred
-
kolgrima
-
svala-svala
-
helgafell
-
bjarnihardar
-
brell
-
salkaforlag
-
brjann
-
gattin
-
brandarar
-
ebbaloa
-
eddabjo
-
kokkurinn
-
gudmundurhelgi
-
hallarut
-
snjolfur
-
disdis
-
holmdish
-
haddih
-
kreppan
-
jenfo
-
larahanna
-
lillagud
-
loaloa
-
rutlaskutla
-
klarak
-
vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sennilega hefur þetta verið boðlegt þá, en guð minn góður þú ættir að sjá herlegheitin núna.
Soffía Valdimarsdóttir, 18.9.2008 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.