Leita í fréttum mbl.is

Í nettu taugaáfalli!

Já ég get eiginlega ekki kallað það neitt annað.

Í gær var í móðursysturhlutverkinu og fór með skæruliðann í smábarnafimleika í íþróttahús Hveragerðisbæjar. Þangað hef ég ekki komið síðan ég neyddist til þess síðast. Það kann að hafa verið á þessari öld en þarf þó ekki að vera því svo háttar til með íþróttaiðkun minna barna að það er hvorki boðið upp á þeirra áhugasvið í bænum né er pláss fyrir þau í þessu helv...... íþróttahúss-rottuholu-ógeðs-greni sem við státum af Hvergerðinar.

Í stuttu máli sagt fékk ég nánast taugaáfall að koma þarna inn. Þvílíkur viðbjóður!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Klefarnir eru morknir, myglaðir, ryðgaðir, flagnaðir, fúnir, kaldir og sóðalegir. Klefahurðin (sem ég hafði varla lyst á að koma við nema með olnboganum) var brotin eða morkin að neðan svo í hana vantaði vænan bút. Andskotans skömm er að þessu!

Ég svitna við tilhugsunina eina saman að við skulum taka á móti öðrum íþróttafélögum á mót og þvíumlíkt. Man hvað mér fannst hræðilega leiðinlegt að fara á fótboltamót með þann elsta í þetta greni - og nota bene, það eru ein 8 eða 9 ár síðan hann hætti í fótbolta (sá yngri hefur nánast aldrei haft nein afnot af þessum hjalli - þeir hafa verið úti við langt fram á vetur og svo í Þorlákshöfn sem hefur aumkað sig yfir okkur aumingjana undanfarin misseri). Þá var þetta skítagreni en núna enn verra.

Ég hef leynt og ljóst ekki nennt að æsa mig neitt upp á síðkastið en þessi andskoti tekur út yfir allan þjófabálk!

Stenst þetta hús kröfur heilbrigðisyfirvalda?
Getum við girt sómatilfinninguna ofan í nærhöldin eitthvað lengur með þessi íþrótta- og tómstundamál í Hveragerði?

Hvað getum við gert?
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já sennilega hefur þetta verið boðlegt þá, en guð minn góður þú ættir að sjá herlegheitin núna.

Soffía Valdimarsdóttir, 18.9.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband