26.8.2008 | 23:26
Að vera Hvergerðingur.
Æ ég er alltaf að spá í það annað slagið hvort ég eigi, vilji eða jafnvel þurfi að flytjast brott úr þessum bæ.
Ekki það að einmitt núna síðustu vikurnar er hann svo fallegur að ég get hvergi annars staðar hugsað mér að vera. Meira að segja er ég bara nokkuð ánægð enn sem komið er með bæjaryfirvöld. Eða eigum við kannski að segja að ég viti ekki til þess sérstaklega að ég þurfi að vera óánægð. Kjörtímabilið er reyndar ekki nærri búið og ekki gott að segja hvernig huggulegheitin hafa lagst í pyngjuna sem var nú ekki þung fyrir. En hvað um það, í augnablikinu get ég ekki kvartað.
Svo er komin hannyrðavöruverslun í bæinn. Það er bara dásamlegt! Nú get ég keypt aðeins meira garn en ég á nú þegar og það er ekki lítið. Þið bara kíkið ef ykkur vantar í sokka. Ekki málið að leysa úr því. Ættum annars bara að stofna prjónaklúbb.
Nú og svo fer að koma strætó. Er það ekki frábært? Vona bara að það verði ekki samið við Þingvallaleið. Jesús Kristur og allt hans slekti forði okkur frá því gríni. Fyrr sel ég mig fyrir bensíni en að stóla á það kompaní!
Þegar þetta er að veltast í mér spyr ég mig stundum að því hvað það sé að vera Hvergerðingur. Er nóg að búa í Hveragerði til þess að hljóta þá nafnbót? Já áreiðanlega í lagalegu tilliti til dæmis. En ég verð nú að játa það að fólk sem talar um ´neðra þorpið´og ´gömlu símstöðina´og ´gúrku-Gústa´og svona fleira nokkuð eru svona alvöru Hvergerðingar!
Svo er líka spurning hvort maður verði ekki áfram Hvergerðingur þótt maður flytji burt
En það er nógur tími...................
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 56438
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg til í prjónaklúbb með þér. Ég varð líka yfir mig ánægð þegar Hannyrðabúðin opnaði hér en ég held samt að ég hætti mér ekki inn í hana fyrr en eftir áramót og ég verð búin með skólann enda á ég nóg til Stór kassi niðri í kjallara og einhver slatti uppi. Er samt búin að vera nokkuð dugleg undanfarið að nýta afganga.
Ég er búin að búa hér í Hveró í 15 ár en á samt erfitt með að kalla mig Hvergerðing. Kannski vegna þess að ég tel mig vera Húnvetning
Elín skyttumamma (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:44
Heil og sæl,
Ég flutti nú ekki til Hveragerðis fyrr en á 10.ári þannig að ég er ekki fædd hér en tel mig vera uppalin hér, flutti svo í burtu í nokkur ár en kom svo aftur heim, ég myndi nú kalla mig Hvergerðing, og reyni bara einhver að kalla mig eitthvað annað
Sædís Hvergerðingur (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 09:32
Já það er eiginlega merkilegt að þú skulir helst vilja kalla þig Hvergerðing af því að þú ert auðvitað búin að vera svo mikið annars staðar. Kannski er það til merkis um það hvað hér er gott að vera, nú eða þú bara svona mikil gúrka í þér!!!
Soffía Valdimarsdóttir, 27.8.2008 kl. 09:36
Ég myndi hugsa að vel athuguðu máli..............að gúrkan hefði nú yfirhöndina .
Nei hérna er nú mjög gott að búa og ala upp börn og hunda
Sædís Hvergerðingur (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 10:01
Börnin mín eru deffenetlí Hvergerðingar
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 27.8.2008 kl. 12:14
Hulda þú ert nú alveg að verða Hvergerðingu - bara spurning með viljann.
Og Elín ég er alveg að meina þetta með prjónaklúbbinn. Mér dettur í hug að við gætum fengið afnot af safnaðarheimilinu 1 kvöld í viku. Nú eða kannski Listasafnið. Með tímanum gætum við verið sem kaffisjóð og ferðasjóð og ég veit ekki hvað og hvað. Lýst þér ekki vel á að hittast og prjóna vikulega? Gæti endað með vettvangsferð til prjónamekka heimsins sem í augnablikinu skilst mér er USA nú eða námskeiðum og fleiru skemmtilegu. Kíktu á mig eitthvert kvöldið. Skellum þessu í gang :)
Soffía Valdimarsdóttir, 27.8.2008 kl. 12:23
Þið stelpur Sædís, Elín og Hulda. það er tveggja kvölda prjónanámskeið í Tryggvaskála 3. og 10 september. Kennt verður að prjóna tvo hluti samtímis á einn hringprjón. Viljiði koma með???
Soffía Valdimarsdóttir, 27.8.2008 kl. 12:27
Sé það ekki fyrir mér að hægt sé að prjóna 10 hluti samtímis á einn hringprjón svo ég verð að sjá þetta, mjög forvitnilegt.
Ég er til
Elín skyttumamma (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 12:50
Þar sem ég er talinn félagsskítur dauðans þá verð ég að standa eða sitja undir nafni og
afþakka annars gott boð því á þessum tíma í sept og alveg fram í okt þá er ég farinn í hundana
Sædís Hvergerðingur (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 13:28
Elskan! Ertu ekki alltaf í hundunum hvort eð er???
En Elín, búin að skrá okkur 3. og 10. sept kl. 18:15. Hlakka bara til! Verðum í bandi.
Soffía Valdimarsdóttir, 27.8.2008 kl. 13:34
Það er spurning hvort ég teljist ekki Hvergerðingur.
Ég man eftir Kúlukallinum, Stínu Fínu, Vegasjoppunni, hellinum undir brúnni, alvöru goshver á hverasvæðinu, hestunum hans Gunnlaugs í Heiðmörkinni, Gunnari Grey, Þorsteini í Laugaskarði með sixpack, Sponna spíturassi og einu steyptu/malbikuðu götunum (Breiðumörk og Heiðmörk).
Jú, andskotinn hafi það. Ég er Hvergerðingur.
Sólhildur Svava Ottesen (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 14:19
Já fjandinn hafi það ef þú ert ekki bara HVERGERÐINGURINN!!! Mannstu; kartöflukofinn á Hælinu og álfakletturinn í Ölfusborgum og Krúsi gamli og Elsa á pósthúsinu og Reykjafoss og Imba á Geirlandi og Sandahólahver með vatninu í og fallin spýta á stéttinni í Borgarheiðinni og Eyvi Gests og Bjössi Gests og Þórður á Grund og plötubrauðið hans Gogga Mich og sólbað bak við Hælið og þrúgusykurinn í Heilsubúðinni og Tommi prestur og Alla Magga og reykskotið við líkhúsið og hundurinn á móti hjá Jakobínu og líka skrýmslið í Fagrahvammi og bara allt....................komdu í heimsókn fíflið þitt!!!
Soffía Valdimarsdóttir, 27.8.2008 kl. 14:29
Hæ hó Einar Braga hér verð alltaf úr þessum flotta bæ Verahvergi. Kveðjur frá Thailandi en hér er ég búinn að vera hátt í fjögur ár.. jari.blog.is
Einar B Bragason , 27.8.2008 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.