Leita í fréttum mbl.is

Fokkjú-ismi eða ég-ismi

Í dag upplifði ég það hvoru tveggja í senn að vera mjög stolt af mínu fólki og svo að skammast mín ofan í rassgat.

Þannig var að ég var stödd á Rey-Cup fótboltamótinu, nánar tiltekið á verðlaunaafhendingunni. Puttinn minn hann Þórir og hans lið - Hamar/Ægir, unnu sinn riðil og þess vegna var ég stolt. Reyndar var ég líka og ekki síður stolt af þeim fyrir það að þeir höfðu að sögn eins besta þjálfara sem mín börn hafa haft í íþróttum fyrr og síðar, Ásgeirs Kr. Guðmundssonar (kallinn hennar Sædísar vinkonu minnar) hagað sér með eindæmum vel alla daga mótsins og verið samheldnir og kátir krakkar.

Til hamingju Hamar/Ægir og Ásgeir bestaskinn!!!

Hins vegar fór fyrir brjóstið á mér sá einkennilegi dónaskapur sem fólk almennt lætur spyrjast um á sig á öllum mannamótum núorðið án þess að svo mikið sem roðna. Þetta er sá ljóti ósiður að bera ekki næga virðingu fyrir náunganum og heildinni til þess að sitja til dæmis út athöfn af þessu tagi. Bæði fullorðnir og svo börn auðvitað líka því svo læra börnin sem fyrir þeim er haft, ruddust úr sætum sínum um leið og grillti í endann á athöfninni. Þrjú síðustu liðin stóðu á pöllunum og veittu verðlaunum viðtöku á meðan fólk flykktist út úr stúkunni í Laugardalnum eins og það ætti lífið að leysa. Þar að auki átti eftir að slíta mótinu formlega en það tók nákvæmlega 35 sekúndur þannig að það hefði ekki átt að drepa neinn að hinkra eftir því. Það neyðarlegasta var kannski að fyrirliði eins gestaliðsins, frá Bretlandi held ég, stóð eins og illa gerður hlutur með míkrafón í andlitinu í því skyni að þakka fyrir sig og sína félaga á meðan að æstur skríllinn þusti framhjá honum eins og hann væri ekki til.

Hver andskotinn er að fólki eiginlega???

Ég veit að það var klukkutími eftir af opnunartíma Kringlunnar og Smáralindar en svona dónaskapur nær ekki nokkurri átt. Þessi Ég-ismi er að verða að einum alsherjar Fokkjú-isma sem engin leið er að spá um hvernig endar.

Ég vil fá nýja bylgju gegn ríkjandi kerfum og venjum - núna væri það bara til bóta því siðrofið í íslensku samfélagi er slíkt að andófið getur ekki annað en bætt stöðuna.

Mannasiðapönkbylgju núna takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband