Leita í fréttum mbl.is

Hugsaðu rautt!

Þið munið eftir prjónakonunni sem átti pabbann með krabbameinið.

Ég man ekki hvort ég sagði ykkur það en eftir að konurnar í online-prjónaklúbbnum höfðu beðið fyrir honum hver með sínu lagi komu niðurstöður úr öllum testum þannig út að læknirinn talaði um kraftaverk. Þetta er hreina satt. Svo núna er prjónakonan búin að jafna sig heilmikið enda prjónaði hún frá sér allar áhyggjurnar. Svo er hún líka búin að fara á alveg hrikalega endurnærandi prjónakonumót í rómantískri villu úti í sveit með öllum prjónavinkonum sínum. Þið sem fylgist eitthvað með vitið auðvitað að það er fyrir svona vinkonuhitting sem við konur lifum bæði lengur og betur en karlar.

En hvað um það. Það sem er helst að frétta núna er að að prjónakonan hefur biðlað til prjónavinkvenna sinna að prjóna nú eitthvað rautt handa pabba hennar. Hún sér það fyrir sér hvernig hann verður umvafinn einhverju rauðu frá öllum þeim konum sem báðu fyrir honum og ráku krabbann burt.

Ég er viss um að það verður teppi úr alls konar afgangaferningum.

Bíð spennt
Læt ykkur vita hvernig fer..........
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Spennandi?

Heimir Eyvindarson, 17.7.2008 kl. 01:00

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Eitthvað að frétta ?????????

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.7.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband