Leita í fréttum mbl.is

Beðið eftir andaktinni í kirkju sem stendur við vitlausa götu og vera sögð skrítla sem er of fyndin til að vera hlægileg en verður í staðinn grátleg.

Á laugardaginn var fór ég í alveg ferlega skemmtilegt og vel heppnað brúðkaup. Það var um margt sérstakt. Brúðurin er ættuð frá Fillipseyjum en brúðguminn aftur íslenskur. Þess vegna var ýmislegt framandi og öðruvísi bæði í sjálfri athöfninni og eins í veislunni.

Til dæmis brúðardansinn. Hann fór þannig fram að karlkyns gestum bauðst að dansa við brúðina að því tilskyldu að þeir nældu fyrst peningaseðli í slörið. Konurnar gerðu svo það sama við brúðgumann nema þar urðu jakkafötin að duga.

Það sem var þó kannski skrítnast og fyndnast við þetta allt saman var það sem presturinn rakst á í bókum sínum við undirbúning hjónavígslunnar.

Það vildi nefnilega svo skemmtilega til að akkúrat þennan sama dag fyrir réttum tuttugu árum síðan hafði þessi sami maður gifst sinni fyrrverandi og sami prestur séð um þá athöfn líka. Brúðguminn gasalegi mundi bara ekkert eftir því.

Þetta gat hún móðir mín ekki stillt sig um að segja mér þegar við vorum sestar í kirkjubekkinn. Þarna sat ég sem sagt og beið eftir að marglofuð andaktin kæmi yfir mig í þessu tiltekna guðshúsi sem stóð og stendur við Háleitisbraut en ekki Grensás eins og ætla mætti af nafninu, þegar hún dengdi þessu á mig.

Þar fór andaktin..........
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 56444

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband