Leita í fréttum mbl.is

Já er það?!

Ég brá mér nú í bíltúr upp á Skaga í gær og var komin þangað um fimm leytið. Ég lýg því ekki að það varð varla nokkur hræða á vegi mínum þarna í miðbænum í heilan klukkutíma. Ég er ekki hissa þótt allt hafi farið á besta veg því þetta allt var bara ekki neitt neitt.

Það mátti reyndar sjá írsku fánalitina út um allan bæ, einn algerlega yfirgefin hoppukastala og annan með 12-15 hræðum í biðröð við, nær alveg yfirgefinn paint-ball völl, og einhvern slatta af misdrukknum börnum og unglingum. Markaðurinn var að pakka saman og þar sögðu mér tvær konur sem ég þekki að fólk hefði lítið keypt og stemmningin verið slöpp yfirleitt þessa helgi.

Það undarlegasta var þó að hvergi nokkurs staðar heyrði ég írska tónlist. Eina tónlistin semég heyrði frá klukkan fimm til vel rúmlega átta (þá gafst ég upp og fór) var amerískt smástelpupopp af aumustu sort sem barst mér út um gluggann á bíl á þvottaplani. Ekki einu sinni á veitingahúsinu sem ég fór á (bara sko vegna þess að kaffihúsið í miðbænu var almyrkvað og LOKAÐ) var boðið upp á tónlist og hvað þá írska.

Reyndar var eitt ennþá undarlegra. Það var hvergi nokkurt einasta upplýsingaskilti eða bækling eða ör eða álíka vegvísa að finna og trúið mér, ég gáði.

Grínið er svo að ég ætlaði að nota daginn til að taka myndir af fólki í lopapeysum og taka við það örviðtöl um slíkar peysur. Mér hafði nefnilega verið sagt það í síma af einum aðalumsjónarmanni og gott ef ekki framkvæmdastjóra hátíðarinnar, að lopapeysur væru mjög algengur fatnaður á Írskum dögum og auðvitað skyldugalli á ballið um kvöldið. Þetta ball heitir einmitt Lopapeysan og átti að byrja kl. 11. Þegar ég sá umgjörðina um það (eftir að hafa bæði spurst til vegar og hreinlega rambað á algerlega óauglýst svæðið) leist mér ekki betur en svo á að ég bara brenndi heim í Húrígúrí, skrúfaði niður rúðuna og andaði að mér blómailmi í bland við hveralyktina.

Allt í allt sá ég heil 11 stykki lopapeysur þarna og þar af eina ermalausa. Ég held ég sé ekkert á leiðinni upp á Skaga neitt alveg á næstunni!


mbl.is Allt gekk eins og best verður kosið á írskum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var nú mikil írsk stemning uppá Safnarsvæðinu á Írskum dögum. Það var spiluð írsk tónlist, fólk gat skoðað ljósmyndir af írsku landslagi og svo ef fólk vildi, sungið írskt/skoskt dægurlaga karaoke.

Svo um fimm leytið var sönghópurinn Óran Móa að syngja írska söngva og að lokum var sýning á Riverdance, fluttum af 8-9 ára stelpum frá Írlandi.

 Þú hefðir bara átt að halda þig á Safnarsvæðinu heldur en í miðbænum ef þú varst að leita að einhverju írsku...

Kristín Mist Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 18:31

2 identicon

Þeir sem höfðu ákveðið að koma hafa kynnt sér dagskrána og komu ekki upp á skaga í einhverjum bíltúr.

svo byrjaði ballið klukkan tólf en ekki ellefu þannig engin furða að það hafa verið 11 manns á svæðinu..

Kristín Þóra (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 56268

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband