21.6.2008 | 13:15
Ertu nú alveg viss?
Er Ísland lýðveldisríki?
Eða kannski heldur: Er lýðveldið virkt á Íslandi?
Hvað er lýðveldi? Hvað þýðir þetta orð?
Það þýðir að lýðurinn eða meirihlutinn ráði. En ráði hverju þá?
Við kjósum okkur fulltrúa á Alþingi. Það stjórnmálaafl sem skorar hæst fær svo stjórnarmyndunarumboð. Svo hefjast þreifingar. Allur gangur er á því hvernig það gengur og þið vitið framhaldið er það ekki?
Sem sagt: Það er engin trygging fyrir því að sigurvegarar kosninga verði við völd heldur er það reglan um meirihluta, þ.e. 32 þingmenn eða fleiri saman í stjórn alveg burt séð frá því hver fékk hvað í kosningum.
Ókei - þetta eru bara vangaveltur. En svo er það ýmislegt fleira.
Til dæmis má spyrja sig hvort það sé lýðræði að 63 manneskjur eða kannski bara 32 ef þannig stendur á taki meirháttar ákvarðanir fyrir 300.000 manns. Er það lýðræði? Ég er ekki viss.
Erum við hin 299.968 einhverntíma spurð beint um það hver sé okkar vilji í einstökum stórum málum?
Er það kannski satt að það séu í rauninni nokkur hundruð manns sem skiptast í einskonar ættar- eða lénskerfi sem stjórna öllu á Íslandi og eigi um leið hvert tangur og tetur af öllu sem hrærist á klakanum?
Getur það verið að til dæmis Baugsmálið sé birtingarmynd þess að þeir sem einu sinni áttu allt draslið voru orðnir hræddir um að eitthvað vinstrapakk væri að seilast óþægilega innfyrir þeirra eignar- og yfirráðasvæði?
Getur verið að Baugur og sá vængur allur hafi unnið?
Getur verið að fréttir af lækkun Krónunnar og Bónus á matarverði frá í vikunni séu ekki gleðifréttir heldur ennú frekar váfréttir?
Erum við leiksoppar umpólunar á valdastrúktúr sem hefur ekki riðlast mikið í raun síðan á Þjóðveldistímanum?
Mitt svar er mörg já og nokkur nei. Ekki það að ég geti sannað neitt af þessu eða að mér líði eitthvað betur með að halda þetta eða að ég haldi að einhver sé verri en annar.
Nei þetta er bara svo augljóst að það öskrar á mann. Enda ég ekki fyrsta og áreiðanlega ekki síðasta manneskjan sem spyr sig þessara spurninga og fær svipaða niðurstöðu.
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.