19.6.2008 | 12:51
Vild´ég væri Pamela í Dallas........
En það er ekki í boði svo ég ætla bara að vera Crystal Carrington eða þarna þessi dökkhærða unga sem er að digga við bílstjórann.
Er í alvörunni að spá í að reyna að fara að haga mínu lífi þannig á virkum dögum að ég geti horft á Dynasty. Sá á dögunum 5 mínútur og svo aftur 5 mínútur á mánudaginn. Þetta er ekki fullnægjandi. Verð að reyna að sjá heilan þátt - í það minnsta annað slagið. Veit til dæmis ekki hvað sú dökkhærða heitir þótt ég viti að hún sé Carrington. Ekki gott.
Þetta vekur hjá mér mjög svo blendnar tilfinningar allt saman. Hristir fram endurminningar um þríhyrnt samband mitt, mannsins míns og vinkonu minnar; Sólhildar Svövu Ottesen. Þannig er að í gegnum árin hafa þau iðkað mjög svo eftirtektarverða heilaleikfimi bæði saman og í sundur og þá jafnvel notast við símalínur í því skyni. Þau hafa átt í nokkurs konar samkeppni um það hvort þeirra muni nöfn fleiri celeb-persóna. Skiptir þá engu hvort heldur er um að ræða tónilstarspírur eða kvikmyndastjörnur.
Á tímabili hvað svo ramt að þessum ófögnuði að keyrði um þverbak. Einu sinni (að mig minnir á ágústkvöldi) hringdi Sólhildur mjög tendruð og gáskafengin og spurði eftir Óla. Ekki vildi hún aðspurð tala neitt við mig sérstaklega heldur ítrekaði óþolinmóð að erindið væri að ná tali af húsbóndanum. Jú ég sagðist halda að hann væri á líkamlega viðstaddur en treysti mér ekki til að fullyrða nokkuð um andlega viðveru á þeirri stundu.
Þegar mér hafði tekist að hala betri helminginn upp úr draumarugli sínu í stofusófanum gekk hann um gólf með símann og virtist ábúðarfullur. Eftir almennar kurteiskveðjur hrópaði hann hátt og snjallt: Charlene Tilton!
Ekki veit ég í smáatriðum hver viðbrögðin voru hinu megin á línunni en hef fyrir satt að mjög hafi konan verið hrifin af þessari visku eiginmanns míns.
Þökk sé síbatnandi fjarskiptatækni hefur brottflutningur Sólhildar Svövu til Danaveldis ekki haft það í för með sér að þetta vitsmunalega örvandi og að sjálfsögðu algerlega platónska samband þeirra Óla hafi rofnað. Ekki eru nema fáir dagar síðan hún hringi og þurfti nauðsynlega að ná í manninn. Mun það hafa verið nánast lífsnauðsynlegt og snúist í kjarnann um nafn tiltekins manns af engilsaxnesku málsvæði sem kvað hafa verið meðlimur hljómsveitar sem mér skilst að hafi borið nafnið Hewie Lois and the News (sel það ekki dýrara en ég keypti það, engin ábyrgð borin á stafsetningu eða öðru þessu viðvíkjandi).
Mér finnst ég skilin útundan alveg eins og þegar mér fannst ég útundan í hvert skipti sem Pamela í Dallas beraði barminn og veifaði augnhárunum.
Ég vil líka vera sæt
Ég vil líka vera með í celeb-gettu betur
Þetta er skítalíf
Ég hata ykkur öll - vona að þið fáið krabbamein, í hausinn..............
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Rask í kjallara bókasafns
- Ég var vakin klukkan fjögur í nótt
- Fundi frestað: Kennarar vilja breyta tillögunni
- Blóðugur maður á gangi í Breiðholti
- Fimm skiptu með sér bónusvinningnum
- Áfram óvissustig á Austfjörðum fram á mánudag
- Þau bara ætla ekki að gefa sig
- Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum
- Byggingarfulltrúi tekur frumkvæði með verkstöðvun
- Mikið vatn ógnaði rafmagni og tölvukerfum
Fólk
- Skálmöld flutti sín bestu lög í Hofi
- 13 ára gefin eldri manni
- Ótrúlegar uppákomur í vikunni frá eldamennsku til eldsvoða!
- Trans leikkona biðst afsökunar á umdeildum færslum
- Skildi buxurnar eftir heima
- Boðar endurkomu Merzedes Club
- Nældi sér í son þekkts leikara
- Snoop Dogg gagnrýndur fyrir stuðning sinni við Trump
- Laufey minntist fórnarlamba flugslyssins
- Ég er peningasjúkur
Viðskipti
- Svipmynd: Málsmeðferðin er hröð og skilvirk
- Ákváðu að bretta upp ermarnar
- Svigrúm fyrir fasteignaeigendur
- Stýrir útilokun fyrirtækja
- Tregða í verðbólgunni
- Að skattleggja eggin áður en hænan verpir
- Vilja leggja fjölmiðlanefnd niður
- Sleggjan breytist í Landfara
- Yfir 700 þátttakendur á ferðakaupstefnu Icelandair
- Fréttaskýring: Hægt að fara nýja leið í stjórnmálum
Athugasemdir
Jáhá. Ég kem nú ekki að tómum kofanum hjá honum Ingþóri.
Ég efast nú samt um að hann geti skákað mér í þekkingu minni á dönsku kóngafjölskyldunni. Og þó? Þar kennir ýmissa grasa. Verulega meint samkynhneigð drottningamannsins, drottningarinnar, Jóakims, stelsýki drottningamóðurinnar og fortíð nýju prinsessunnar.
Maður þarf ekki sápur þegar maður getur keypt Billedebladet. Þetta á nú við hana Vindu...
Bestu kveðjur úr kóngsins Köben
Sólhildur
Sólhildur (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.