Leita í fréttum mbl.is

Lán í óláni!

Mikið var ég glöð að heyra það þegar ég kom heim úr húsmæðraorlofinu mínu í Köben að hætt hefði verið við Bitruvirkjun. Takk fyrir það þið duglega fólk sem unnuð í því!

En ég er ekki eins glöð með að þetta mál geri samskipti Hveragerðis og Ölfuss hugsanlega stirðari. Ég hef lengi átt mér þann draum að þessi tvö sveitarfélög myndu ganga í eina sæng saman og hætta að þykjast vera aðskilin.

Sjálfri hefur mér alltaf svo lengi sem ég man eftir mér fundist þetta eitt og hið sama, Hveragerði og Ölfus enda rís Hveragerði í landi Ölfuss sé horft með gleraugum sögunnar. Hins vegar setur að mér ónot við tilhugsunina um að sameinast Árborg. Þá vil ég heldur verða Reykvíkingu - enda við hérna á þessum bæ farin að telja niður í grunnskólatútskrift yngsta fjölskyldumeðlimarins og meira að segja farin að skoða og bera saman hverfi í borginni.

Það var gott að vera barn í Hveragerði en ég veit satt að segja ekki hvert stefnir - við sjáum til...................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þú ert ekki ein um það, að telja niður í grunnskólaútskrift.

En þú ert soddan ofurbloggari Fía litla að ég haf varla undan að skrifa athugasemdir

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 28.5.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband