Leita í fréttum mbl.is

ÞJÓÐ-kirkja er það málið?

Venjulegur skattgreiðandi greiðir ákveðið gjald til Þjóðkirkjunnar árlega nema að hann hafi skráð sig í annað trúfélag eða utan trúfélaga. Opinbera skýringin á þessu gjaldi er sú að með því sért þú að greiða fyrir vist í garði - heitir kirkjugarðsgjald held ég. Þetta er eitthver skiterí en samt.....

ókei!
Þegar þú svo verður fyrir þeirri ógæfu að einhver á þinum snærum deyr er þessi skattur gleymdur og grafinn. Vissulega fær hinn látni gröf í garði en þú þarft að taka upp veskið og borga fyrir gröftinn. Sjálfsagt er það misjafnt eftir prestum en í sumum tilfellum þarftu svo líka að borga prestinum fyrir að þrugla yfir kistunni. Það gera þeir misvel en það er ekki óalgengt að fólk kvarti yfir því að rangt hafi veri farið með jafnvel grundvallaratriði í lífi þess látna. Þannig eru börn rangt feðruð eða bara ekki talinn með í systkinahópnum og fleira í þessum dúr.

Allir geta gert mistök en mann grunar að ekki sé nógu vandað til verksins þegar maður fer í 2 jarðarfarir hjá sitt hvorum prestinum í röð þar sem svona er staðið að málum. Það grófasta sem man eftir sjálf var þegar presturinn marg fór rangt með nafn hins látna. Fyrr má nú vera helvítis handvömin ef ekki er hægt að hafa það rétt.

En þetta er ekki það sérkennilegasta heldur það að á meðan við tórum þurfum við að greiða prestinum sérstakt gjald persónulega og prívat fyrir hvert verk sem við þiggjum af hans hendi. Skírn, ferming, gifting og svo jarðarförin.

Hvernig stendur á því að hinn almenni borgari þarf að taka upp veskið og borga opinberum starfsmanni aukalega fyrir að mæta í vinnuna?

Af hverju lætur fólk bjóða sér þetta möglunarlaust?

Af hverju rekur ríkið trúfélag?
Skilur það einhver?

Ég spurði einn af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir síðustu Alþingiskosningar hvar hann stæði í sambandi við aðskilnað ríkis og kirkju. Jú sjáðu nú til sagði hann drýgindalega (ég hata karlmenn sem tala við mig eins og ég sé fáviti !!!) Þetta er nú svona eitt af því sem almennt samþykki ríkir um hjá þjóðinni að sé þjónusta sem hið opinbera eigi að bjóða upp á!

Já er það sagði ég þá og gerði mig eins fávitalega og ég gat (fólk fær það sem það biður um)
Og hvenær hefur þjóðinni verið gefið tækifæri til að tjá þá samstilltu skoðun sína?

Ekkert svar auðvitað..........

Og ég er enn að spyrja því ég fæ ekki svör og ég trúi því ekki að vitiborið fólk vilji reka þetta batterí með núverandi fyrirkomulagi.

Ef það verður sannarlega lýðræðisleg niðurstaða þjóðarinnar á einhverjum tímapunkti að ríkið eigi að reka trúfélag fyrir þegnana þá mæli ég með að sú starfsemi verði boðin út. Það reynir þá á köllun klerkanna því sjálfsagt eru þeir ´kölluðustu´ til í að taka verkið að sér fyrir slikk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 56270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband