30.4.2008 | 08:51
Vitiði
það eru smá svona söngleikja-dívu-tendensar í mér.
Ég get sagt ykkur það að þegar ég er að gera húsverkin og skipuleggja líf hinna fjögurra sem ég bý með um leið og ég reyni að láta skipulagið á mínu eigin ganga einhvern vegin upp - þá bara stundum ræð ég sko ekkert við mig og brest bara í söng út um alla íbúð.
Til dæmis í gær þá var ég að þvo ofnskúffu í vaskinum og skrifa innkaupalista og láta Jónheiði læra og skammast í Þóri og reyna að hringja í Óla til að minna hann á að kaupa brauð á heimleiðinni - og þegar ég opnaði ruslafötuna af einhverju tilefni sem ég man sko ekki lengur hvað var og sá að hún var ennþá stútfull upp í lok þótt ég væri búin að biðja Valdimar 4 sinnum um að fara með það út - þá bara allt í einu byrjaði það.
Með uppþvottaburstann í hendinni bara tók ég á rás og söng alveg neðan úr maga lítinn lagstúf með frumsömdum texta í svona englafalsettu - ég man ekki sjálf orðin en ef þið ímyndið ykkur þetta í slow-motion
Fertug kona í ágætum holdum - en ekki alveg eins vel gefin á hæðina kannski - með hvítan uppþvottabursta snýr sér á hæl og líður um eldhúsgólfið í söng og um leið og hún snýr sér skilur burstinn eftir glitrandi vatnsdropaslóð í lausu lofti sem fangar sólargeislana sem með lagni hafa náð að svindla sér leið inn um langskitna gluggana þannig að eitt augnablik lýsir undurfagur regnbogi upp litla húsið og börnin stoppa og horfa í andaktug á þessa sjón með litlu munnana sína galopna svo að munnvatnsdropar sjá sér leik á borði að gægjast út í frelsið þarna úti og......................................................................
Glætan! Ég HATA söngleiki! Ekkert er eins fíflalegt!
Jæja! - ég ætti kannski bara að halda áfram með ritgerðina.
Er nokkuð títt annars???
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 56438
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.