27.4.2008 | 12:01
Skrítin skrúfa
Einu sinni vann ég með konu sem var - ja - ekki eins og fólk er flest skulum við bara segja. Hún var samt ósköp indæl og gerði ekki flugu mein.
Eitt af því sem var einkennilegt í fari hennar var að hún klippti alltaf neglurnar á annarri höndinni en lét þær vaxa á hinni. Mér fannst það ekkert merkilegt í sjálfu sér - gerði eiginlega bara ráð fyrir því að hún spilaði á gítar eftir vinnu. Svo einu sinni þegar undirbúningur fyrir jólaskemmtun í fyrirtækinu stóð sem hæst datt mér í hug að spyrja hana hvort hún tæki svo ekki bara gítarinn með svona til vonar og vara. Heyrðu þá kom það í ljós að hún spilaði ekki og hafði aldrei gert.
Þetta olli mér miklu hugarangri þannig að einn daginn lét ég bara vaða og innti hana eftir þessu með neglurnar. Jú sjáðu nú til - ég get sko ekki ákveðið hvort ég á að vera með langar neglur eða ekki þannig að ég er bara með bæði!
Svo var það annað með þessa skrítnu konu. Hún reykti dáltið mikið. En það var ekki það skrítna heldur það að hún gerði það af svo mikilli innlifun og með alls konar serimoníum svo maður þurfti að passa sig að glápa ekki á hana.
Til dæmis áður en hún kveikti í sígarettunni. Þá bankaði hún svona í borðið eins og margir gera en hún bankaði alltaf 3 sinnum, stoppaði, svo aftur 3 sinnum, stoppaði og svo bankaði hún hratt og svo oft að ég gat aldrei talið skiptin sama hvað ég reyndi. Það sem var samt skrítnast var að hún gerði þetta alveg vélrænt og var í hrókasamræðum jafnvel við fólki í kringum sig á meðan á þessu stóð.
Svo reykti hún þannig að hún tók rettuna aldrei út úr sér á meðan hún brann upp. Maður beið alveg í spenningi eftir því að askan dytti af og niður á fötin hennar eða borðið. Sem hún og gerði auðvitað fyrir rest og þá brást það varla að maður missti akkúrat af því.
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
810
-
leifurl
-
latur
-
hjolaferd
-
birgitta
-
katrinsnaeholm
-
vefritid
-
ragnarfreyr
-
dofri
-
halkatla
-
svavaralfred
-
kolgrima
-
svala-svala
-
helgafell
-
bjarnihardar
-
brell
-
salkaforlag
-
brjann
-
gattin
-
brandarar
-
ebbaloa
-
eddabjo
-
kokkurinn
-
gudmundurhelgi
-
hallarut
-
snjolfur
-
disdis
-
holmdish
-
haddih
-
kreppan
-
jenfo
-
larahanna
-
lillagud
-
loaloa
-
rutlaskutla
-
klarak
-
vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.