Leita í fréttum mbl.is

Orlofsbeiðni til handa Sjálfstæðismönnum

Fyrir ári síðan eða þann 25. mars gekk ég um allan bæ hér í Hveragerði í leit að graffi. Ég fann nánast ekkert. Það litla sem ég fann var ekki eiginlegt graffití heldur svokallað tagg. Munurinn er sá að graffítí er stærra bæði að efnistökum og umfangi. Bæði afbrigðin eiga það þó sameiginlegt að vera sett fram í opinberu rými og nánast undantekningalaust nafnlaust.

Núna hins vegar er bærinn allur útkrotaður hvar sem litið er. Það er sama er að sjá í Reykjavík þótt svo það sé ekki nýtilkomið eins og hér. En það er hins vegar mun meira núna heldur en nokkurn tíma áður.

Þetta er stórmerkilegt fyrirbrigði og full ástæða til þess að spá í það hvað veldur. Ég skil reyndar vel að þeir borgarar sem lenda í því að einvher taggar á útidyrahurðina á húsinu þeirra í skjóli nætur hafi ekki sérlega mikinn áhuga á að velta fyrir sér þeim samfélagslega lærdómi sem draga má hugsanlega af athæfinu - en það er greinilegt að eitthvað liggur í loftinu akkúrat núna sem skýrir þetta.

Tíska er auðvitað það fyrsta sem manni dettur í hug. En þetta er ekki svona einfalt. Graffití og tagg eiga það sameiginlegt að vera pólitísk athöfn í þeim skilningi að þrátt fyrir að um bein skilaboð sé ekki að ræða í formi yfirlýsingar til dæmis um ríkisstjórnina - þá er markmiðið alltaf að taka sér félagslegt vald sem einstaklingur í opinberu rými.

Þetta segir okkur það að sennilega er aukin tilhneiging akkúrat núna til að mótmæla þeim skráðu og óskráðu reglum sem gilda í samfélaginu um eignarétt og skilin á milli opinbers- og einkarýmis.

Mér finnst augljóst hvað er að gerast.

Áherslan á efnisleg gæði, eignarétt og skilyrislaust vald þeirra sem eiga meira en aðrir er orðin til þess að pöpulinn kýs að láta óánægju sína i ljós. Það gerir hann meðal annars með því að rjúfa mörkin á milli hins opinbera og þess sem er einka og skrifa í ´´stóru gestabókina´´ En hún er einmitt staðsett á mörkum þessara rýma: útveggir einkaheimila og fyrirtækja, sem sagt það sem ber fyrir augu vegfarenda sem eiga leið um sameiginlega rýmið í einhverju tilteknu bæjarfélagi.

Þetta er sennilega ekki meðvitað hjá þeim sem yngstir eru til dæmis, en atferlisfræðilegar rannsóknir í bland við þjóðfræði, mannfræði og fleiri félagsvísindi hafa sýnt að þetta er alþjóðlegt fyrirbrigði - eins konar varnarháttur þeirra sem minna mega sín.

Hefur þeim sem minna mega sín ekki bara fjölgað svona mikið undanfarin ár?
Hverjir hafa setið við eldakatlana að undanförnu?

Er ekki tími kominn á að gefa Sjálfstæðisflokknum frí ???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú held að frí sjálfstæðisflokksins væri gott og sjálfsagt langþráð hjá mörgum. Hef verið að dunda mér við að lesa bloggið þitt og skemmti mér mjög vel við þá iðju. Er að reyna að sannfæra pabba um að fá sér nettengingu svo hann geti lesið bloggið þitt, hann virðist bara ekki vera frá því. Annars síðbúnar hamingjuóskir með afmælið. Held svo bara áfram að reyna að hringja í þig. Dísa (frænka þín ef þú manst ekki eftir mér)

Dísa (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Nei hæ, þú þarna?

Takk fyrir afmæliskveðjuna og bið að heilsa öllum þínum.

kv.

Fía frænka

Soffía Valdimarsdóttir, 27.4.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband