Leita í fréttum mbl.is

Fylgishrun

Það kom fram samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag að Samfylkingin hafi tapað um 9% fylgi.

Skyldi engan undra.

Það er alveg á hreinu að Samfylkingin hefur algerlega brugðist. Það skiptir engu hvort umhverfismál og þá stóriðjumál eru til umfjöllunar - tómt helvítis fokk og aumingjaskapur.

Ingibjörg Sólrún veldur mér þó meiri vonbrigðum en flest annað þessa dagana. Að heyra í henni og Geir Haarde í símavitali á dögunum einhvers staðar sunnan úr rassgati - Afganistan held ég svei mér þá - nota orðið VIÐ hvað eftir annað í merkingunni íslenska þjóðin í samkurli við hinar viljugu þjóðir sem heyja þetta stríð.

Ég held hún ætti að skammast heim til sín og taka til á stjórnarheimilinu heldur en að vera að þessu andskotans rugli. Ég get ekki ímyndað mér að Geir geri það - aðgerðaminnsti forsætisráðherra allra tíma.

Þetta fyrirgef ég ekki í bráð. Og að tveir (ég þori ekki að nota það orðbragð sem ég helst vildi um þá hér) kallar skyldu á sínum tíma voga sér að setja MIG á lista yfir þá sem vildu heyja þetta guðsvolaða stríð - það fyrirgef ég aldrei.

Og hvern fjárann er þetta fólk að vilja með að leggja ofuráherslu á kjör í öryggisráð hinna vitagagnslausu og máttlausu Sameinuðu þjóða þegar hér stendur ekki steinn yfir steini í efnahagsmálum þjóðarinnar. það er eins og það megi hvergi glitta í valdastöðu þegar sumt fólk er annars vegar þá missi það gjörsamlega allt vit og velsæmistilfinningu.

Skammist ykkar bara og gerið eitthvað í því að forsendur nýgerðra kjarasamninga bresti ekki heldur en að bjóða manni upp á þennan andskotans þvætting!

Nei, Samfylkinguna kýs ég ekki í næstu kosningum eins og ég gerði síðast - nú er það bara hard core vinstripólitík og ekkert helvítis hálfkák - ég kýs Vinstri græna næst og ég skora á ÞIG að gera það líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Heyr heyr heyr. Niður með Samfylkinguna. Með beztu kveðju.

Bumba, 21.4.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þú

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.4.2008 kl. 16:46

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

ert greinilega að læra  (3 færslur í dag)

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.4.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 56266

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband