11.3.2008 | 14:47
Kæru Hvergerðingar
Á dögunum skutlaði ég manni nokkrum í bæinn. Hann átti erindi í Hveragerði en þurfti að komast aftur heim. Á leiðinni spjölluðum við um heima og geima og þar á meðal Hveragerði. Þessi maður er á miðjum aldri, heimspeki- og listfræðimenntaður og hefur drepið fæti niður víða í íslenskri menningu undanfarin ár. Hann er eiginlega svona samfélagssérfræðingur.
Hann sagði mér að sér findist gaman að koma í Hveragerði, það væri fallegt og notalegt en hann vissi ekki almennilega hvað hann ætti að gera þar. Svo sagði hann eins og í forundran: Hvað eruð þið að gera við öll gróðurhúsin? Ef eitthvað er táknmynd Hveragerðis þá eru það gróðurhúsin.
Já það er jafnan glöggt gestsaugað, ég segi ekki fleira. Málið er nefnilega að ég skil ekki þessa hugsun að fjarlægja öll gróðurhúsin úr bænum. Rökin eru auðvitað þau að undir þeim séu dýrmætar byggingarlóðir sem þurfi að nýta sem slíkar. Jú jú örugglega, ég skal ekki efast um það. En hver á að búa í bæ sem ekki hefur neina sögu, engin menningarleg kennileiti og ekkert lifandi mannlíf um sig miðjan?
Ég sé fyrir mér að gróðurhúsin eigi að standa að einhverju leyti. Það er enginn að segja að þau þurfi að hýsa sömu starfsemi og þau hafa gert til þessa. Sjáiði til dæmis húsin í Þelamörkinni þar sem Hannes Kristmunds var/er. Þar eru einhver 5-6 hús í sjónlínu við aðalgötuna. Væri ekki góð hugmynd að nýta þá þekkingu og þau menningarlegu verðmæti sem eru til staðar í bænum og opna þarna lifandi garðyrkjustöð sem væri gagnvirkur vettvangur leikmanna og fagmanna. Eitt húsið gæti verið kaffihús, annað blómahús, þriðja grænmetishús, fjórða aðstöðuhús, fimmta fyrirlestra- og námskeiðsaðstaða, sjötta með aðstöðu til verklegrar kennslu/námskeiðahalds o.s.fr.
Möguleikarnir eru endalausir; allt mögulegt í sambandi við hverina og matarhefð tengda þeim, fræðsla, verkleg námskeið, veitingasala, tilrunastarfsemi .................bara endalausir möguleikar - ekki raðhús heldur fólkvangur, lifandi svæði, opið og bjóðandi byggt á hefðinni í bænum - þetta er endalaus hugmynd!!!
Nú verð ég aftur andvaka það er alveg ljóst. Alveg eins og þegar ég gat ekki sofið í þrjár nætur fyrir hugmynd um ákveðið fólkvangslistaverk þar sem gufan, ljós, litir, hljóð og fólkið af götunni koma við sögu, allt á sama tíma. Núna veit ég nákvæmlega hvar þetta á heima og hvernig þetta á að líta út - nú vantar mig peninga, fullt af peningum!
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Athugasemdir
Já - af hverju spyrðu?
Soffía Valdimarsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:24
Sæll frændi!
Já það ertu örugglega. Birtingarholt ekki satt? Þú ættir bara að kenna þig við bæinn þinn enda ekkert nema stórmenni þaðan komin. Annars er þetta dáltið skondið. Ég hef hvorki séð þig né Ragnar bróður þinn í u.þ.b. 20 ár. Svo brá ég mér í sveitina í afmæli hjá vinkonu minni í fyrra og þar hitti ég hann. Núna á dögunum hitti ég svo Rögnu Guðnýju í búð á Selfossi og þig sá ég örugglega á dansmóti um helgina í Gróttuhúsi. Gaman að þessu!
Soffía Valdimarsdóttir, 12.3.2008 kl. 14:47
Já hann er alltaf að dúkka upp annað slagið. Ólíklegasta fólk hefur samband og segist vera með kveðju. Honum fannst nú svo gaman að vera til og vill kannski bara fá að vera með - ég veit það ekki.
Soffía Valdimarsdóttir, 21.3.2008 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.