3.3.2008 | 16:55
Í stuði með guði, edrú með jesú - eða eitthvað
Jú áreiðanlega er það rétt að það sé næs að vera í stuði með guði. En ég einhvern vegin hélt að allt frá dægurþrasi nútímans aftur til 5000 ára gamallar Gilgamesarkviðu, Völuspár og fleiri stórvirkja mannlegrar hugsunar þá væri megin niðurstaða þeirra flestra sú að allt sé gott í hófi.
Sé þannig ekki fyrir mér að það sé kannski beint æskilegt að obbinn af mannskapnum í tilteknu samfélagi (hvar sem það annars er á hnettinum) sé í viðvarandi guðlegu sambandi hvort sem það er fyrir tilstilli marijúana eða annarra meðala. Síðast þegar ég tékkaði var slík vitundarvilla flokkuð með alvarlegum geðveilum.
Hversu stutt er á milli þess að telja sig vera í stöðugu sambandi við guð og að halda að maður sé sjálfur guð?
Frekar svona brjálæðisleg tilhugsun ef kannski einn góðan veðurdag kæmi upp sú staða að 5000 guðir væru á röltinu bara í Reykjavík einni saman - hjálp!!!
Maríjúana hugsanlega lögleitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
seinast þegar ég vissi var maðurinn skapaður í guðs mynd ;) ég trúi ekki mikið á bækur eins og biblíuna en ég er sammála þessari skilgreiningu þar sem við erum skaparar okkar eigin upplifana á jörð þessari. svo viti menn, hér eru ekki bara nokkur þúsund guðir heldur 6.65 billjón guðir að skapa heiminn saman :) en ég er sammála með grasið, það er ekki til að gera mann skýrari en ég vil samt ekki hafa vit fyrir neinum því ég vil sjálfur hafa frelsi til vals. hugleiðslan kemur þér mikið lengra "upp" en grasvíman ;)
Marteinn Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 18:46
Þeir yrðu að minnsta kosti til friðs á meðan! En mér óar við tilhugsuninni um skakka þjóð.
Kolgrima, 3.3.2008 kl. 19:52
Jú vissulega er grasið góða grænt og vænt (sérstaklega í sveitinni og þá ekki síst ofan í búpeninginn) en ég mæli algerlega með hugleiðslu. Hún er í öllu tilliti betri en nánast allt annað.
Soffía Valdimarsdóttir, 3.3.2008 kl. 20:00
guð skapaði jörðina og gaf okkur plöntur og fræ, cannabis plantan var einnig gjöf frá guði.
Sæll , 3.3.2008 kl. 21:25
Sæll!
Friður sé með yður
Soffía (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:08
Mér finnst að Marijúana ætti ekki að vera flokkað sem fíkniefni. Í fyrsta skipti sem ég prófaði Marijúana, var ég sífreðinn í heila viku, en þá var ég staddur í Asíu og þurfti að klára pokann áður en ég færi heim. Þetta var góð vika, en aldrei hef ég fengið neina sérstaka þráláta löngun í marijúana eftir þessa viku. Ég hefði þó ekkert á móti því að eignast svolítið af þessari jurt hérna heima, því víman var skemmtileg og þægileg. Ég hugsaði mun skýrar þegar ég var í vímunni, las bækur og sá hlutina ljóslifandi fyrir mér.
Marijuana (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.