24.2.2008 | 15:04
Regluleg óregla (frá konu til konu)
Vitiði! Ég þrífst á óreiðu.
Mörgum sinnum hef ég gert alskyns áætlanir í þá veru að fara nú að lifa skipulegra lífi en ég geri. Það er allt frá því að ákveða að fara á svipuðum tíma að sofa á kvöldin og reyna að hafa fótaferð líka reglulega (glætan!!!) til þess að gera heiðarlega tilraun til að skrifa dagbók (að ég minnist nú ekki á að lesa og læra jafnt og þétt yfir önnina - maður lifandi!)
Þetta bara gengur ekki hjá mér. Það er alveg sama hvað ég skipulegg mörg/fá atriði sem ég ætla að koma reglu á - allt kemur fyrir ekki. Svo get ég alls ekki farið eftir uppskriftum, fylgt umferðarreglum, málað eftir númerum, saumað eftir munstri, mætt í skipulagða leikfimitíma og alls ekki prjónað peysu án þess að gera á henni breytingar.
Er í lagi með mig - er ég kannski eitthvað lasin - er þetta kannski bara það að vera kvenkyns?
Ég meina er það eðlilegt að koma málum þannig fyrir, vísvitandi, að í einni og sömu vikunni þurfi maður að skrifa 15 síðna heimildaritgerð, skila tveimur verkefnum öðrum, taka á móti gestum í tvígang í mat, mæta á danssýningu hjá dóttur sinni, halda einn 20 mín. fyrirlestur, fara í klippingu og strípur, fara með tvö börn til tannlæknis, lesa fyrir skólann, vera mamma og eiginkona og - by the way - reyna að myrða engan í fjölskylunni.
Sko þetta geri ég sjálfri mér alveg ein og hjálparlaust skal ég segja ykkur. Og það sem meira er ég þrífst á þessu stressi og geðveiki. Ég áorka svoleiðis bjrjálæðislegum fjölda atriða á svona álagspunktum að það hálfa væri nóg.
Það sem gerist þess á milli er hins vegar vandamálið. Þá er ég sem lömuð af framkvæmdakvíða og frestunaráráttu að ég bókstaflega get varla andað. Svo þegar ég ryðst af stað þá nýt ég ekki þess sem ég er að gera.
Kannast einhver við þetta - hvað er til ráða?
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
810
-
leifurl
-
latur
-
hjolaferd
-
birgitta
-
katrinsnaeholm
-
vefritid
-
ragnarfreyr
-
dofri
-
halkatla
-
svavaralfred
-
kolgrima
-
svala-svala
-
helgafell
-
bjarnihardar
-
brell
-
salkaforlag
-
brjann
-
gattin
-
brandarar
-
ebbaloa
-
eddabjo
-
kokkurinn
-
gudmundurhelgi
-
hallarut
-
snjolfur
-
disdis
-
holmdish
-
haddih
-
kreppan
-
jenfo
-
larahanna
-
lillagud
-
loaloa
-
rutlaskutla
-
klarak
-
vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannast vel við þetta. Skipulagið er best þegar nóg er að gerast svo nánast lamast ég þess á
milli
Hólmdís Hjartardóttir, 24.2.2008 kl. 15:30
Já einmitt, svona er ég líka í stórum dráttum - þrátt fyrir allar gagnstæðar fullyrðingar stjörnumerkjabóka um meyjur

Kolgrima, 24.2.2008 kl. 16:54
Kannast einhver við þetta....JÁ! Ég vona samt að þetta sé ekki bundið við kvenkynið, þá þarf ég eitthvað að tékka betur á hlutunum.
Heimir Eyvindarson, 25.2.2008 kl. 02:13
Jæja það er gott að vita að ég er ekki ein á báti - og Heimir! Ég held þú þurfir ekkert að hafa áhyggjur.
Stesskastskveðjur til ykkar allra
ha´det bra
Soffía (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.