Leita í fréttum mbl.is

Laun heimsins

Í dag er ég í vinnunni minni í Listasafni Árnesinga. Ég sit yfir og tek á móti gestum. Það finnst mér gaman, þ.e.a.s. bæði að sitja og að fá gesti - helst bæði í einu. Fyrir þetta fæ ég lítil laun en aftur á móti get ég notað dauðu tímana til að læra.

En svo eru það önnur öllu óræðari laun sem ég tel mig fá í vinnunni minni. Það eru samskiptin við allt fólkið sem ég myndi annars ekki hitta. Þetta er alls konar fólk. Sumt er héðan annað þaðan og sumt virðist bara koma nánast eins og af himnum ofan. Allt þetta fólk á það sameiginlegt að það hefur á einhverjum tímapunkti ákveðið að eyða einhverjum x-tíma í að koma í safnið og skoða það sem þar er til sýnis. Það ætlar sem sagt að upplifa og sjá eitthvað sem einhverjum öðrum hefur þótt nógu frambærilegt og áhugavekjandi til að hafa það til sýnis.

Sumt af þessu fólki er vant að skoða list. Sumt ekki. Sumir vilja segja mér hvað þeim finnst. Aðrir ekki. Sumum er mikið í mun að ég viti að það hefur vit á list. Öðrum ekki. Svo eru sumir sem þekkja listamennina eða eiga verk eftir þá og vilja að það komi fram. Aðrir ekki.

Þetta skiptir mig engu máli. Hitt er að það er svo gaman að spá í fólkið og á hvaða forsendum það er að eyða þessari stund. Það hlýtur að vera eitthvað sem dregur fólk á listasafn. Augljósa ástæðan væri auðvitað listaverkin. En ég held að þetta sé pínulítið flóknara en það. Sumir eru kannski að koma svo þeir geti sagst hafa komið eða verið allt eftir því hvað við á. Aðrir hafa kannski bara komið að lokuðum dyrum í Eden. Svo eru kannski einhverjir sem hafa heyrt af því að það sé svo skemmtilegt að fara á listsýningar og vilja prófa.

Þetta skiptir mig heldur engu máli.

Það sem skiptir mig máli er að allt þetta fólk verður á vegi mínum. Í því fæ ég tækifæri til að spegla mig og skilgreina í rólegheitunum. Svo er bara svo gaman að spjalla við margt af þessu fólki. Það veit svo margt sem ég veit ekki - og það eru líka laun í sjálfu sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Maður er manns gaman

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.2.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband