22.9.2009 | 17:02
Hollvinaráð í kreppu
Allan minn aldur hef ég látið mig dreyma um að vera eðlileg - sko þegar kemur að mat og matarvenjum. Helst dreymir mig um að graðka í mig grænum hlutum í ólíkum formum. Broccoli til dæmis er svona dót sem ég kaupi og kaupi og kaupi af því að ég vil svo mikið að ég geti hugsað mér að borða það.
Svo dagar það uppi í ískápnum og byrjar að springa út í gulum blómum. Þá vilja sumir meina að það sé ónýtt. Það er einfaldlega kjaftæði.
Þá gerir maður broccolisúpu:
Saxaðu broccolihaus eða tvo með stilki og öllu. Saxaðu stóran lauk eða tvo, hálfan til einn blaðlauk, sellerístöng eða tvær ef þú átt þær, 2-4 kartöflur eftir stærð og eina til tvær gulrætur ef þeim er farið að leiðast í ískápnum.
Allt í pott + dass af olíu og steikja létt í smá stund. Þá 1-2 tsk. karrý útí og steikja með. Svo 1 1/2 lítra af vatni + tvo stóra kjúklingateninga og tvo litla nautakraftsteninga + ögn af chilidufti. Sjóða í 20 mínútur.
Mauka svo með töfrasprota og sigta í annan pott ef vill. Endurhita og dassa með allt að 250 ml. af matreiðslurjóma.
Þetta er svo borið fram með hafrabollum sem eru góðar og kosta ekkert og maður gerir einhvern vegin svona:
Taktu 2 dl af haframjöli og settu í skál. Helltu 2 dl af sjóðandi vatni yfir og láttu kólna að mestu.
Á meðan seturðu 2 dl af heitu vatni í hrærivélarskálina + 1 af kaldri mjólk + 1 msk af hunangi + 2 bréf af þurrgeri. Hrærðu aðeins saman og bíddu í korter.
Nú er gerið farið að freyða svolitið og þá seturðu hafragrautinn útí + brauðhveiti eins og þarf (lítið í einu og sjá til) + 2 tsk salt.
Kveiktu á ofninum og stilltu hann á 200.
Láttu vélina hnoða þetta um stund og passaðu að hafa deigið ekki of þurrt. Láttu nú deigið hefast á hefðbundinn hátt í u.þ.b. 40 mín. Þá mótarðu bollur og raðar á bökunarpappírsklædda plötu. Gleymdu þeim svo þar í smá stund á meðan þú gengur frá eftir baksturinn og leggur á borð.
Svo er bara að henda bollunum inn í ofn, stilla á blástur og muna að setja vatn í skál inn í ofninn. Bakið svo í 12-18 mín. eftir því hvað bollurnar eru stórar.
Þetta klikkar ekki og kostar næstum ekki neitt nema það að nenna að taka til í ískápnum
Verði ykkur að góðu
xxx
Fía litla
E.s. Þetta er allt of mikið af bollum. Þá er bara að frysta rest. Þegar maður hitar þær svo upp er málið að hafa ofninn vel heitann og hafa bollurnar stuttan tíma í ofninum svo þær þorni ekki.
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
810
-
leifurl
-
latur
-
hjolaferd
-
birgitta
-
katrinsnaeholm
-
vefritid
-
ragnarfreyr
-
dofri
-
halkatla
-
svavaralfred
-
kolgrima
-
svala-svala
-
helgafell
-
bjarnihardar
-
brell
-
salkaforlag
-
brjann
-
gattin
-
brandarar
-
ebbaloa
-
eddabjo
-
kokkurinn
-
gudmundurhelgi
-
hallarut
-
snjolfur
-
disdis
-
holmdish
-
haddih
-
kreppan
-
jenfo
-
larahanna
-
lillagud
-
loaloa
-
rutlaskutla
-
klarak
-
vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Segir Ingu vega að starfsheiðri sínum
- Kort: Sjáðu hvar eldingunum sló niður í gær
- Banaslys eftir að grjót hrundi á hringveginn
- Blása á allt tal um reynsluleysi
- Svona gengur ríkinu að bregðast við ofbeldi barna
- Spyr hvort skólameistarinn hafi brotið trúnað
- Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys
- Kristrún: Fáheyrt að vinna svona hratt
Erlent
- Neyðarsöfnun hafin fyrir börn í Mjanmar
- Ellefu ára stúlku leitað
- Hlutabréf lækka í aðdraganda frelsisdags Trumps
- Fleiri en tvö þúsund látnir
- Fjórum bjargað úr rústum byggingar
- Ætla að sýna Adolescence í öllum skólum landsins
- Le Pen dæmd: Meinað að bjóða sig fram í fimm ár
- Fjórir látnir eftir námuslys á Spáni
Athugasemdir
....af hverju vatn í skál inn í ofn með bollunum?
Anna Erla (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 14:23
Anna! - til að fá skorpu fattaruuu
Soffía Valdimarsdóttir, 23.9.2009 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.