Leita í fréttum mbl.is

Því lætur þú ekki í þér heyra?

Hvort sem hlutaðeigandi aðilar vilja horfast í augu við það núna eða ekki þá er ljóst að söguskoðun síðari tíma mun leiða í ljós og staðfesta að á fyrsta áratug 21. aldar skullu á íslensku þjóðinni, af fullum þunga, afleiðingar gríðarlegra mistaka sem félagasamtök og einstaklingar í ráðandi stöðu árin á undan gerðu - sjálfsagt óviljandi að einhverju leyti - í trausti þess að sú hugmyndafræði sem þeir aðhylltust væri góð og gegn.

Að sjálfsögðu munu verða sagðar fleiri en ein saga - allt eftir því hver borgar fyrir að láta skrifa hverju sinni.

Það breytir ekki því að ákveðinn sannleikur mun koma fram.

Þið sem bloggið gerið ykkur kannski ekki fulla grein fyrir því hversu mikilvæg heimild skrif ykkar kunna að verða þótt síðar verði.

Kerfisfræðingar og aðrir sérfræðingar í varðveislu hvers kyns gagna deila reyndar um það hvort tölvugögn muni varðveitast endalaust á því formi sem þau eru núna.

Hvað sem þvi líður mun sjálfsagt eitthvað af því sem við skiljum eftir okkur núna verða aðgengilegt áfram.

Það sem við ræðum hér mun því verða innlegg í söguna - það mun verða hægt að lesa beinlínis eða á milli línanna hver líðan þjóðarinnar og viðhorf voru á þessum ólgutímum. Það er hægt að gera minna gagn en það.

Það sem ég skrifa er ekki sérstaklega til þess gert að lifa mig mín vegna. Alls ekki. Ég er bara sandkorn á ströndinni eins og við öll.

Ég hins vegar geri mér fulla grein fyrir því að það sem ég segi hér og held fram frá degi til dags hefur bæði þýðingu og að því fylgir ákveðin ábyrgð. Hana er ég tilbúin að axla.

Ég trúi því staðfastlega að með því að rausa hér og ragnast sé ég að gera gagn - annað hvort í núinu eða þá síðar. Þetta snýst ekki á nokkurn hátt um það hvort einstaklingurinn/persónan ég hafi rétt fyrir mér eða ekki. Mín skoðun og mín líðan skiptir máli. Mín rödd skiptir máli.

Það gerir þín rödd líka,
þú skiptir máli!
xxx
Fía litla

E.s. Ég hef áður sagt ykkur að ég nota þessa síðu beinlínis sem geðlosun. Það hentar mér vel. Að sjálfsögðu hefur ýmsu verið kastað hér fram sem einhverjum kann að þykja óviðeigandi eða ekki eiga heima nema á blaði í ruslakörfu. Ég er sammála því. Hins vegar á ég því láni að fagna að taka sjálfa mig ekki hátiðlegar en svo að ég er tilbúin að láta þetta allt flakka. Allt - og þá meina ég hvert einasta orð sem ég hef slegið hér inn meinti ég fullkomlega á þeim tíma sem ég lét það frá mér fara. Það er það sem skiptir máli - í því liggur heimildagildið/verðmætin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband