9.9.2009 | 12:05
Allir undir árar!
Ég veit ekki með ykkur kæru landar mínir og meðbloggarar en ég held að það séu straumar að verki í samfélaginu sem séu alvarlegri og illupprætnalegri en þeir sem voru á iði í vetur sem leið.
Í vetur höfðum við nefnilega ákveðinn spennulosunarventil, þ.e. laugardagsfundina og fréttir af þeim. Þeir sem sátu heima fundu samhygðina og kraftinn í gegnum skjáinn og það einhvern veginn sefaði fólkið.
En núna er ekkert í gangi í nafni fólksins sjálfs.
Reiðin og örvæntingin er þó síður minni en í vetur. Ég held hún sé meiri.
Á hverjum degi berast fréttir af meiri skít og fleiri glæpum sem framdir voru í nafni frelsis og athafnasemi.
Þær fréttir hleypa illu blóði í fólkið. Ég er til að mynda mikið reiðari núna en ég var í vetur. Það er öðruvísi tilfinning. Hún er líkamlegri, stærri og dýpri en hún var.
Ég óttast að borgararnir muni rísa upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ég treysti mér ekki til að lofa því að ég rói ekki með.
Ég er svo reið!
Mér er svo misboðið!
Þegar Hótel Valhöll brann var ég stödd í Danmörku á námskeiði og sá lítið fréttir. Einhver sagði: Nei, sjáiði, Valhöll er að brenna! Það hvarflaði aldrei að mér annað en að um væri að ræða Valhöll Sjálfgræðgismanna í FLokknum og ég skal segja ykkur það alveg satt að á þeirri stundu flaug mér í hug eitthvað á þá leið að svona táknrænn atburður hlyti að hafa æðri merkingu og tilgang.
Lítilmennska mín og smæð kann að stinga ykkur sem lesið en ég trúi því að það sé hollt fyrir heildina að við séum sönn og segjum frá því sem hrærist með okkur á örlagatímum sem þessum.
Ég hef þess vegna aldrei farið í felur með inngróið ógeð mitt á karlakirkjunni sem hefur stjórnað þessu lýðveldi meira og minna frá stofnun þess.
Mig svíður að sjá formann og forkólfa Sjálfstæðisflokksins níða skóinn af þeim sem sitja undir árum núna og róa lífróður. Hvort sá róður nægir stórefast ég um.
Hvort róið er alltaf í rétta átt veit ég ekkert um.
Ég trúi því þó að mönnum gangi gott eitt til og vilji breyta til batnaðar.
Héti ég Bjarni Ben eða Illugi Gunnarsson til dæmis héldi ég helvítis kjafti, bæði afsökunar á því offari sem kollegar mínir hefðu staðið fyrir undanfarin ár, bretti upp ermarnar og settist undir árarnar með vinstrilúðunum.
Héti ég Sigmundur Davíð einhvers-son (eru nokkuð fleiri í Framsóknarflokknum?) færi ég þegjandi og hljóðalaust að taka til á kaffitofunni á Alþingi og skúraði svo ljósritunarherbergið hátt og lágt áður en ég færi heim í fótabað.
En ég er hvorugt.
Ég er vinstrimaður.
Það eina sem ég get gert er að vera heil í mínu og vona að félagshyggjuhugsjónirnar nái að draga að einhverju leyti úr þeim skaða sem sjálftökustefna í nafni frjálshyggju hægri manna hefur valdið landinu mínu og fólkinu sem byggir það enn sem komið er.
Ef ekki, er ég viss um að blóð muni renna og hallir brenna.
Við skulum vona að til þess komi ekki
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.