28.8.2009 | 14:07
Ég segi bara það sem þið eruð að hugsa kæru Pollýönnur
Fúl á móti hérna megin (stórlega vanmetið embætti) nennir ekki að vera í sparifötum og spariskapinu á sinni eigin bæjarhátíð lengur því hún er ekki local heldur commercial.
Garðyrkjuhátíðin Blóm í bæ sem haldin var í lok júní var hins vegar allt annað mál. þar var verið að gera út á sérstöðu bæjarins og menningararf Hvergerðinga - nefnilega garðyrkjuna. Þá var blásið til ráðstefnu fagaðila í græna geiranum til hliðar við hátíðina fyrir allan almenning.
Fyrir utan svo hið augljósa að ´blómstrandi bær´ í lok ágúst á Íslandi er hálfgerð mótsögn í sjálfu sér. Það er allt meira og minna vindbarið og hálfdautt hjá mér að minnsta kosti, allar rósir fallnar.
Þetta er orðin einhver candyflos- gasblöðru- seljum allt- hátíð og hefur ekkert að gera með menningarlega sérstöðu Hveragerðis.
Bölvuð 17. júní-froða.
Mér dettur í hug gripasmölun meira en notalegt mannamót eða afslappaðan hitting.
Þetta hafa fleiri túlkað á sama vegí sínu samhengi. Hólmarar ákváðu víst í ár að halda Danska daga sömu helgi og Menningarnótt í Reykjavík gagngert til þess að fá ekki 20.000 manns í bæinn. Fólki þótti notalegheitin og local-sjarminn vera farinn af bæjarhátíðinni sinni og brást þá við.
Ég nenni ekki þessu rugli að velkjast niðr´á Breiðumörk innan um utanbæjarfólk sem er í leit að einhverju local-rariteti sem er óvart bara drukknað í blöðrum, pappadiskum og candyflosi. Fínt að fá gesti bara, vera heima með þeim og kíkja á pallinn til Hannesar og Huldu um kvöldið - that´s it!
Sjáumst líklega ekki á Blómstrandi dögum, verð heima ef þú vilt kíkja í hafrabollur og ostaköku........
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég held í mitt local fer, á mitt local vinnustaða grill og mæti svo með mínu local fólki á minn local pall, þar sjáumst við brosandi kátar í það minnsta
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 28.8.2009 kl. 18:03
Já sjáumst í Klettahlíðinni :)
Soffía Valdimarsdóttir, 28.8.2009 kl. 20:47
Mér persónulega finnst þetta frábær hátíð..gaman að hitta brottflutta Hvergerðinga aftur. Mér finnst líka gaman að þega gestir koma og kíkja á fallega bæinn okkar :)
Ég get haldið allskonar local allar hinar helgarnar á árinu. Það var gaman að skella sér á ballið á Örkinni og hitta alla hina sem langaði á ball :) Get ekki beðið eftir Blómstrandi dögum að ári liðnu :)
Þetta var frábær helgi.
Sædís (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 11:01
Það var margt gott við þessa helgi, satt segirðu. Til dæmis það að ég fór ekki mjög seint í háttinn og vaknaði því eldhress að morgni og brá mér á hannyrðasýningu með dótturina. Fyrst fengum við okkur þó öll saman morgunmat og fórum svo í dagslok í bíltúr með frændann að sýna honum væntanlegan sumarbústað fjölskyldunnar sem honum fannst ´awesome´.
Eins er ég viss um að krökkunum sem voru á götufyllerii á Breiðumörkinni hefur líka þótt helgin fín. Segi fyrir mig að ef sú þróun, að unglingadrykkja sé að aukast og að bæjarbúar komist ekki að brennunni hvað þá geti látið sig dreyma um að fá sæti, þá er þetta bara alveg stórkostlegt!
Þetta er í fyrsta skipti sem unglingadrykkja er sjáanleg í stórum stil þessa helgi. Minn unglingur fékk að vera úti með frænda sinum jafngömlum til klukkan 1. Þeir komu stóreygir heim vegna þess að ´það var allt fullt af krökkum úr Reykjavík og Selfossi og allir að drekka og reykja´.
Við erum rétt að hrista af okkur Litla-Amsterdam stimpilinn svo það er fínt að kynna staðinn sem götufyllerísstað fyrir smákrakka sem geta núna notað strætó og alles til að koma sé í paradisina. Þetta er frábært!
Ég mæli algerlega með að við reisum vatnaskemmtigarð við innganginn í þorpið og reynum að fá Disney til að sponsera projectið !!! Það er svona stemmningin.
Soffía Valdimarsdóttir, 31.8.2009 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.