20.8.2009 | 09:21
Ull er gull!
Þið sem hafið verið með sæmilegri meðvitund undanfarin misseri vitið sjálfsagt að vinsældir handprjóns og sér í lagi íslensku ullarinnar til þeirrar iðju hafa sjaldan ef nokkurn tíma verið eins miklar hér á landi.
Ég er fullkomlega heilluð af ull og búin að vera það lengi. því hrárri og minna meðhöndluð því betra.
það er ekki hægt að útskýra það fyrir þeim sem ekki þekkja hvað maður fær mikið út úr því að sýsla í höndunum. það má líklega líkja því við hvaða sköpun sem er og fangar hugann hverju sinni.
Sá sem er heillaður af myndum gleymir sér við að horfa og kannski skapa með því að útfæra form og liti. Tónlistarmaður fæst við takt og tóna.
Prjónakona fæst við liti, form, áferð og mynstur.
Þegar ég sé lopa eða garn sé ég ekki afurð heldur möguleika. Það sama gerist þegar ég sé fólk í bíl á rauðu ljósi, ég sé hugsanlega sögu - hver þau kunna að vera, hvert þau eru að fara og svo framvegis (en það er önnur saga).
Vinna með textíl hefur í gegnum aldirnar tengst konum fremur en körlum. Færni á því sviði hefur í mörgum menningarsamfélögum verið mælikvarði á kvenkosti og því verið óbein leið kvenna til að gera sig fýsilegar og karla til að velja sér kvonfang. Ævintýri, goðsögur og sagnir ólíkra þjóða eru stórforvitnilegur vitnisburður um þetta.
Hvort konur á Íslandi árið 2009 prjóna sem galnar væru til að ganga í augun á körlum efast ég þó um. Þær hins vegar sauma líka í auknum mæli og þykir mér ekki ólíklegt að þetta tvennt tengist hruni stórsagna í nútímanum og þá tilheyrandi endurmati á gildum og virði lífs og lista.
Tvennt held ég komi sérstaklega til:
Að sjálfsbjargarelementið hafi verið ræst (það er góð tilfinning að finnast maður vera að gera gagn)
og að þörfin fyrir sefjun og rósemd í trylltum heimi hruns og áhyggna kalli fram sköpunarmáttinn í konum sem svo sækja í hefðirnar/ræturnar sem tengja þær við upprunann og tilganginn með lífinu.
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.