11.8.2009 | 13:10
Ég risti þeim hér með rúnir þessar og óska ergi, óþols og æðis!
Sverrir Jakobsson skrifar í Fréttablaðið í dag um ábyrgðarleysi í íslensku samfélagi síðustu ára og þarfar breytingar í þeim efnum.
Mér er í fersku minni frasajarmið í Pétri Blöndal, Geir ekki svo Harða, Bjössa byssó og erfðaprinsinum undanfarin misseri á þá leið að ´frelsi fylgi auðvitað ábyrgð´. Réttlætingarkór frjálshyggjunnar hefur sjaldan hljómað falskar en þá. Orðatiltækið ´að tala tveim tungum´ nær ekki yfir falsið og lygina sem þessum mönnum virðist tamara en móðurmálið sjálft.
Það er laukrétt hjá Sverri að öll löggjöf og rekstrarumgjörð fyrirtækja og fjármagnseigenda hefur verið smíðuð þannig og innréttuð undanfarin ár að fjárhagsleg ábyrgð fyrirtækjaeigenda og stjórnenda er nær engin.
Þessi rammi var bókstaflega slegin til þess að skýla eignamönnum og gera þeim kleift að misnota aðstöðu sína - sem að sjálfsögðu varð raunin. Pótintótar viðskiptalífsins réðu í raun yfir framkvæmdavaldi íslenska ríkisins um árabil. Því til sönnunar liggur sú staðreynd að um 90% tillagna þeirra runnu rjómablítt í gegnum hið pasturslitla Alþingi þess tíma fyrir tilstilli Viðskiptaráðs.
Nú sitjum við smáfuglarnir uppi með afleiðingarnar á ísaköldu hjarni.
Lái mér hver sem vill en þessi staða er fyrst og fremst Sjálfstæðisflokknum að kenna með dyggri aðstoð Framsóknar.
Fari þau félagasamtök andskotans til sem allra fyrst Íslandi til gæfu og bjargar.
xxx
Fía litla
Es. Ég skil ekki vel greindar KONUR og MÆÐUR sem eru starfandi meðlimir í Sjálfstæðisflokknum. Þessi ofvaxna karlakirkja er enginn staður fyrir konur. Það ættuð þið að skynja á eigin skinni nú eða skilja í sögulegu tilliti og tölfræðilegu. Ég höfða til ábyrgðartilfinningar ykkar, siðferðiskenndar og skynsemi !
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
810
-
leifurl
-
latur
-
hjolaferd
-
birgitta
-
katrinsnaeholm
-
vefritid
-
ragnarfreyr
-
dofri
-
halkatla
-
svavaralfred
-
kolgrima
-
svala-svala
-
helgafell
-
bjarnihardar
-
brell
-
salkaforlag
-
brjann
-
gattin
-
brandarar
-
ebbaloa
-
eddabjo
-
kokkurinn
-
gudmundurhelgi
-
hallarut
-
snjolfur
-
disdis
-
holmdish
-
haddih
-
kreppan
-
jenfo
-
larahanna
-
lillagud
-
loaloa
-
rutlaskutla
-
klarak
-
vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.